Eru íslenskar konur að kikna undan álagi?

Unnur Valborg Hilmarsdóttir, annar stofnandi námskeiðsins Kvennahelgi.
Unnur Valborg Hilmarsdóttir, annar stofnandi námskeiðsins Kvennahelgi. mbl.is

Anna G. Steinsen og Unnur Valborg Hilmarsdóttir standa fyrir nýju námskeiði fyrir konur sem ber nafnið Kvennahelgar. Á námskeiðinu verður tekið á fjölbreyttum þáttum, líkt og leiðtogahæfni, sjálfstrausti, markmiðum, forgangsröðun, samskiptum auk þess sem skoðað verður hvernig þægindahringurinn heldur aftur af fólki. Þá verður mikilvægi holls og næringarríks mataræðis kynnt fyrir þátttakendum auk þess sem farið verður í jóga og slökun. Um er að ræða heildræna nálgun á þau viðfangsefni sem margar konur langar að kynna sér betur.

Hugmyndin að kvennahelgi kviknaði þegar samstarfs- og vinkonurnar, Anna G. Steinsen og Unnur V. Hilmarsdóttir, ræddu saman um þann veruleika sem íslenskar konur búa við og þær kröfur sem gerðar eru til kvenna, bæði af samfélaginu en ekki síst þeim sjálfum. Kröfurnar eru slíkar að næsta ómögulegt er að standa undir þeim. Konur ætla sér gjarnan svo mikið, vilja vera með allt á hreinu og standa sig í öllu sem þær taka sér fyrir hendur. Oftar en ekki situr þeirra eigin velferð á hakanum, þær huga frekar að líðan samstarfsmanna sinna en sinni eigin. Algengt er að konur hvetji fólkið í kringum sig til að lifa heilbrigðu lífi, fara í jóga og borða hollt. Oft er það þó svo að þær fylgja ekki eigin ráðum.

Námskeiðið er ætlað öllum konum sem eru búnar að fá nóg af því að hlaupa eins og hamstrar í hjóli og eru tilbúnar að stíga skref í átt að aukinni leiðtogahæfni, aukinni meðvitund um hvað þær standa fyrir, bættu mataræði, betri heilsu, aukinni orku og síðast en ekki síst minni streitu og meiri jákvæðni.

Næsta kvennahelgi verður haldin dagana 12.-14. febrúar á Sólheimum í Grímsnesi. Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál