Þurfum lágmark 14 daga til að losna við sykurfíkn

Júlía Magnúsdóttir.
Júlía Magnúsdóttir. www.lifdutilfulls.is

„Þetta er í fimmta sinn sem við höldum ókeypis „sykurlaus í 14 daga“-áskorun. Þetta hefur vakið mikla lukku hingað til. Þátttakendur tala um að það sé ekkert mál að sleppa sykri þegar þeir taka áskoruninni og þeir finna fyrir mikilli vellíðan og aukinni orku. Sumir ná jafnvel einhverjum aukakílóum af sér,“ segir Júlía Magnúsdóttir, heilsumarkþjálfi hjá Lifðu til fulls.

„Ég legg mikið upp úr að uppskriftirnar séu þannig að þær slái á sykurþörfina, séu einfaldar en síðast en ekki síst  að maturinn bragðist vel.“

Sykurneysla Íslendinga eykst

„Sykurneysla íslendinga hefur farið gríðarlega vaxandi á síðustu árum og er í dag ein helsta orsök sykursýki 2, þunglyndis, síþreytu, ófrjósemi, hjartasjúkdóma og ofþyngdar. Sérfræðingar í dag segja líkamann þurfa allt að 14 daga til að losa sig við löngunina í sykur. Þá fara bragðlaukarnir aftur að kunna að meta náttúrulega sætu.“

Júlía kveðst leggja áherslu á að hafa áskorunina skemmtilega. „Sykurlaust líferni er svo langt frá því að vera leiðinlegt og við leggjum áherslu á að hafa þetta skemmtilegt, til dæmis með skemmtilegum leikjum og vinningum í gegnum áskorun.“

Skráningin í 14 daga áskorunina fer fram í gegnum síðuna Lifðu til fulls. Þátttaka er ókeypis og núna hafa yfir 15.000 manns skráð sig til leiks að sögn Júlíu. „Við byrjum 8. febrúar og fyrsti innkaupalistinn fer út til þátttakenda 4. febrúar.“

„Ég skora á lesendur að skrá sig, þetta eru 14 dagar, þeir gefa okkur gott spark af stað inn í nýja árið.“

www.lifdutilfulls.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál