Getur þetta farið úr böndunum?

Ljósmynd/Skjáskot af quotesgram.com

Rætt er við kynlífssérfræðinginn Dan Drake í nýrri frétt New York Post þar sem runkvenjur karlmanna eru til umræðu. Samkvæmt herra Drake er engin töfraformúla til þegar kemur að mati á því hvenær runkvenjur eru komnar úr böndunum. Þó eru ákveðnar vísbendingar til.

1. Þú slasar sjálfan þig

Þegar þú ert farinn að runka þér það hraustlega og reglulega að „vinurinn“ slasast eða tjónast þarftu að endurskoða venjurnar. Segir sig kannski sjálft!

2. Þetta hefur áhrif á vinnu eða líf almennt

Þegar þú ákveður að vera frekar heima að leika við sjálfan þig í stað þess að hitta vini eða kemur of seint á fundi vegna runkvenja þarftu að pæla í hlutunum. Þannig að ef venjurnar eru farnar að hafa vond áhrif á félagslegt líf þitt þarftu að kæla þig niður.

3. Þú stendur þig ekki í kynlífi með makanum

Sumir menn sem runka sér mikið og nota sem örvun ákveðna tegund klámmynda geta lent í vandræðum með að finna sömu örvun þegar til stendur að standa sig með makanum. Það er ekki gott.

4. Þú ert alltaf að hugsa um þetta

Ef þú ert alltaf að hugsa um næsta tækifæri til að runka þér er það skýrt dæmi um að þú þurfir að hugsa þinn gang.

5. Þú reynir að minnka runk en mistekst það

Stjórnleysi á þessu sviði eins og öðrum er eitt skýrasta dæmi um það að þú ert kominn í fasa sem ekki er æskilegur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál