Svona ferðu að því að sofa vel

Ýmislegt má gera til að bæta gæði svefns.
Ýmislegt má gera til að bæta gæði svefns. Skjáskot Wikipedia

Kannast þú við að leggjast á koddann, til þess eins að bylta þér langt fram á nótt? Ansi margir eiga erfitt með að festa svefn, en svefnsérfræðingurinn Rebecca Michi er með ráð undir rifi hverju.

Lækkaðu á ofninum
Samkvæmt Michi er kjörhitastig svefnherbergis 18°. Það kann að hljóma fremur lágt, en til þess eru nú náttföt og sængur.

Punktaðu niður
Kannast þú við að hausinn fari á fullt þegar þú leggst á koddann? Gott ráð er að skrifa dagbók fyrir svefninn. Það hjálpar þér að hafa stjórn á huganum og auðveldar þér að sofna.

Slökktu á skjánum
Þú hefur líklega heyrt þetta þúsund sinnum áður, og ekki að ástæðulausu. Góð regla er að skoða ekki símann, tölvuna eða horfa á sjónvarpið í að minnsta kosti klukkustund fyrir háttatíma. Birtan frá skjánum hægir á myndum melatóníns, sem framkallar þreytu.

Vertu í sokkunum
Þegar okkur er hlýtt á höndum og fótum sofnum við mun hraðar, bendir Michi á.

Passaðu upp á kaffineyslu
„Það getur tekið líkamann allt að sex klukkustundir að losa sig við koffein“ segir Michi. Þess vegna getur kaffið sem þú drakkst um eftirmiðdaginn seinkað háttatímanum þínum.

Pistilinn í heild sinni má lesa á vef Byrdie

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál