Fékk hjartaáfall og gerðist fyrirsæta

Marco Robinson var 46 ára þegar hann undirritaði samning við …
Marco Robinson var 46 ára þegar hann undirritaði samning við umboðsskrifstofu. Skjáskot Daily Mail

Marco Robinson fékk sitt fyrsta hjartaáfall 29 ára. Nokkrum árum síðar ákvað hann að taka heilsuna föstum tökum, sagði upp skrifstofustarfinu, hætti að borða ruslfæði og fór að hreyfa sig.

Í dag er hinn 47 ára Robinson í toppformi og starfar meðal annars sem fyrirsæta í hjáverkum, líkt og fram kemur í frétt Daily Mail.

„Þetta er mjög gott fyrir sjálfstraustið. Ég get ekki sagt að þetta hafi verið neitt sem ég hugðist leggja fyrir mig, en að mæta í áheyrnarprufur og vera valinn framyfir menn sem eru helmingi yngri en ég er frábært. Það hvetur mig til að komast í betra form og lifa enn heilbrigðara lífi.“

Robinson segir að útlitið sé þó alls ekki það sem skiptir mestu máli, enda búi hann í dag yfir meiri orku til að njóta lífsins.

„Ekki aðeins hafa breytingarnar á lífsstílnum orðið til þess að ég óttast ekki lengur lífshættuleg veikindi, heldur hef ég nú orku til að gera allt sem ég vil áorka í lífinu.

Ég rek fyrirtæki út um allan heim og ferðast mikið. Samt hef ég orku til að eyða gæðastundum með börnunum mínum og maka, sem er ómetanlegt.“

Eins og sjá má hefur mikið vatn runnið til sjávar.
Eins og sjá má hefur mikið vatn runnið til sjávar. Skjáskot Daily Mail
Lífið leikur við Robinson, sem er kampakátur með nýfundna heilsu.
Lífið leikur við Robinson, sem er kampakátur með nýfundna heilsu. Skjáskot Daily Mail
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál