10 fæðutegundir sem flýta fyrir öldrun húðarinnar

Stöku hamborgari gerir engum illt. Best er þó að neyta …
Stöku hamborgari gerir engum illt. Best er þó að neyta þeirra í hófi. Styrmir Kári

Það sem þú lætur ofan í þig hefur áhrif á húð þína, og þó að hún láti ekki á sjá um leið og þú grípur í sælgætispokann mun hún gera það með tíð og tíma.

Vefurinn Health hefur því tekið saman nokkrar fæðutegundir sem eru ekki að gera húðinni þinn neinn greiða, sér í lagi ekki ef þú borðar mikið af þeim.

Sælgæti
Ofneysla á sykri getur haft slæm áhrif á húðina og flýtt fyrir öldrun hennar. Þess að auki er sykur algert eitur fyrir tennurnar.

Áfengi
Heilbrigð lifur þýðir heilbrigð húð. Þegar lifrin er í fínu standi er hún betur í stakk búin til að losa sig við eiturefni sem geta haft slæm áhrif á húðina. Ef eiturefni ná að safnast fyrir í lifrinni getur það haft í för með sér bólur, óheilbrigt litaraft og hrukkur. Áfengisneysla getur líka orsakað rósroða.

Hvítvín
Hvítvín er sérlega slæmt fyrir tennurnar, en sýran í víninu hefur áhrif á glerunginn og gæti aukið líkur á að tennurnar taki í sig lit.

Grillað og brennt kjöt
Brennda steikin þín getur stuðlað að bólgum í líkamanum, sem aftur getur orðið til þess að kollagen í húðinni brotnar niður.

Salt
Þú notast kannski ekki við mikið salt þegar þú eldar, en það þarf ekki að þýða að saltneysla þín sé lítil. Til að mynda er sodium notað til að auka geymsluþol ýmissa niðursuðuvara, en mikil neysla þess getur haft í för með sér vökvasöfnun og bjúgmyndun.

Unnar kjötvörur
Beikon, pylsur, paté og fleira í þeim dúr hefur oft að geyma súlfít og ýmis rotvarnarefni sem eru bólgumyndandi og hraða þar með á öldrun húðarinnar.

Kryddaður matur
Kryddaður matur getur ert húðina og er ekki góður fyrir fólk sem þjáist af rósroða. Konur á breytingarskeiðinu, sem eru með viðkvæma húð, ættu einnig að forðast að neyta sterkra rétta í miklum mæli.

Rautt kjöt
Mikil neysla á rauðu kjöti er ekki talin holl. Í kjötinu er til að mynda að finna sindurefni, sem hafa slæm áhrif á húðina og fleira. Auðvitað er ekkert að því að fá sér stöku hamborgara, en gott er að gera það í hófi og borða fæðutegundir sem eru ríkar af andoxunarefnum.

Orkudrykkir
Orkudrykkir eru algert eitur fyrir tennurnar þínar. Ef þú getur ekki hugsað þér lífið án slíkra drykkja getur verið gott að nota sogrör til að minnka snertingu við tennurnar.

Koffín
Koffín er þvagræsandi sem þýðir að líkaminn losar sig við vökva. Þetta getur haft í för með sér að húðin verður þurr, líflaus og illa útlítandi.

Fleiri fæðutegundir sem eru ekki að gera sig má finna hér.

Sælgæti er bæði slæmt fyrir húð og tennur.
Sælgæti er bæði slæmt fyrir húð og tennur. mbl.is/Sigurgeir
Pylsur og aðrar unnar kjötvörur eru ekki sérlega góðar fyrir …
Pylsur og aðrar unnar kjötvörur eru ekki sérlega góðar fyrir útlitið. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál