Ekkert bendir til þess að safakúrar afeitri líkamann

Safar geta vissulega verið hollir, þó safakúrar afeitri ekki líkamann.
Safar geta vissulega verið hollir, þó safakúrar afeitri ekki líkamann. Thinkstock / Getty Images

Safakúrar hafa löngum verið á milli tannanna á fólki, en margir notast við þá í viðleitni við að hreinsa líkamann af alls kyns eiturefnum.

Í nýlegri frétt New York Times er því þó haldið fram að engar vísindalegar rannsóknir styðji það að  safakúrar geti í raun og veru afeitrað líkamann.

 „Fólk er afar áhugasamt um þessa svokölluðu afeitrun, en þegar ég spyr það hvaða eiturefni það sé að reyna að losna við er það ekki svo visst í sinni sök,“ segir James H. Grendell, meltingarfæralæknir við Winthrop háskólasjúkrahúsið í New York.

„Ég hef enn ekki fundið neinn sem getur tiltekið eitthvað sérstakt eiturefni sem hann vill losna við.“

Grendell segir líkamann vel í stakk búinn til að vinna á eiturefnum, án þess að hann þurfi að notast við sérstaka safakúra.

„Líkaminn er vel hannaður til að eyða úrgangi og eiturefnum, en fjöldi líffæra kemur þar við sögu.“

Nýrun og lifrin eru þau líffæri sem sjá um mestu vinnuna, en þau vinna efni úr blóðrásinni og gera líkamanum kleift að losa sig við þau með þvagi og hægðum.

Þegar Grendall var spurður hvort unnt væri að auðvelda líkamanum þetta ferli með því að drekka safa sagði hann engar rannsóknir benda til þess.

„Það eru engar vísindalegar rannsóknir sem styðja það að safakúrar, eða nokkrar aðrar fæðutegundir ef út í það er farið, skipti verulegu máli þegar kemur að því að vinna á eiturefnum.“

Grendell bendir þó á að grænmetissafar sem ríkir eru af vítamínum og andoxunarefnaríkir geti verið ákaflega hollir, og sérlega góðir fyrir fólk. Það þurfi þó ekki að þýða að þeir afeitri líkamann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál