Hversu mikilvæg eru blessuð millimálin?

Hrökkbrauð með girnilegu áleggi og þeytingur er gott millimál.
Hrökkbrauð með girnilegu áleggi og þeytingur er gott millimál. Sara Barðdal

Einkaþjálfarinn Sara Barðdal, sem heldur úti heimasíðunni Sterkari á 16,  er með puttann á púlsinum þegar kemur að hreyfingu og hollu mataræði. Hér deilir hún með okkur pistli um mikilvægi millimála.

„Að sjálfsögðu erum við öll ólík og með mismunandi þarfir og ég ætla ekki að fullyrða að eitt gildi fyrir alla. En mín reynsla er sú að millimálin séu mjög mikilvæg. Ekki bara til þess að halda okkur fullnægðum yfir daginn, heldur líka til þess að koma í veg fyrir langanir í sykur og óhollustu.“

„Það skiptir einnig miklu máli hvað þú velur þér sem millimál. Ef þú ert að borða millimál sem styður ekki við þig og hvetur jafnvel til meiri langanna, ættir þú að endurskoða val þitt.“

„Ég lít aldrei á millimál sem nart, heldur alltaf sem litla máltíð. Máltíðin þarf því helst að innihalda holla fitu, kolvetni og prótein, því þannig upplifir líkaminn seddu og vellíðan fram að næstu máltíð. Ef þú ert að narta á þurru hrökkbrauði, eða nokkrum eplabitum hefur þú líklega tekið eftir því að þig er fljótlega farið að hungra í eitthvað almennilegt að borða.“

„Millimáltíðirnar hafa líka áhrif á seinni part dagsins, ef þú kannast við að upplifa orkuleysi eða sykurlöngun um kaffileytið hvet ég þig til þess að skoða daginn þinn betur. Líklega getur þú nært líkama þinn betur, þannig að hann upplifi ekki þetta blóðsykursfall seinnipartinn.“

Sara heldur einnig út Instagram-síðu, þar sem hún deilir girnilegum hugmyndum af einföldum og bragðgóðum réttum. 

Sara Barðdal, einkaþjálfari og heilsumarkþjálfi, trúir að allir geti fundið …
Sara Barðdal, einkaþjálfari og heilsumarkþjálfi, trúir að allir geti fundið sér tíma til að hreyfa sig. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál