Fullnæging á fæðingardeildinni

Sangeeta Freeman fékk bestu fullnægingu lífs síns á fæðingardeildinni
Sangeeta Freeman fékk bestu fullnægingu lífs síns á fæðingardeildinni Skjáskot Daily Mail

Margar konur hafa blendnar tilfinningar til barnsfæðinga og upplifa þær sem kvalafullar og ógnvekjandi. Það gerði ljósmóðirin Sangeeta Freeman þó ekki, en hún fékk bestu fullnægingu sem hún hefur nokkru sinni upplifað rétt áður en sonur hennar kom í heiminn.

„Á meðan samdráttunum stóð hugsaði ég með mér, ég vil meira af þessu og það væri dásamlegt ef þetta gæti staðið yfir sem lengst,“ sagði Freeman í samtali við Daily Mail.

Freeman sagðist hafa lesið sér til um fullnægingar í fæðingum á meðan meðgöngunni stóð, auk þess sem hún var staðráðin í að upplifa náttúrulega fæðingu.

„Ég vildi ekki ganga í gegnum þessar stuttu fæðingarhríðir,“ sagði Freeman, sem var með samdráttarverki í rúman sólarhring.

„Ég vildi upplifa fæðingu sem myndi vera mér minnisstæð, og það var hún svo sannarlega. Það var engu líkara en ég væri í vímu, en fullnægingin var sú besta sem ég hef nokkurn tímann upplifað.“

„Þetta var sársaukafullt, en á sama tíma nautnafullt. Mér leið líkt og sársauki og nautn rynnu saman í eitt og ég gat ekki sagt til um hvor tilfinningin væri sterkari.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál