Þorvaldur Davíð massar sig upp

Steinar og Þorvaldur Davíð Kristjánsson.
Steinar og Þorvaldur Davíð Kristjánsson. Ljósmynd/Facebook

Leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson byrjaði í þjálfun hjá Steinari Thors í Mjölni í janúar. Síðan þá hefur hann eflst og styrks enda hafa æfingarnar keyrt upp keppnisskapið. Þar sem undirrituð æsist alltaf upp þegar hún heyrir minnst á leikfimisæfingar gat hún ekki setið á sér og spurði Þorvald Davíð spjörunum úr. Í samtali okkar kom í ljós að hann er farinn að drekka sama ofurdrykk og Kári Stefánsson og verður líklega orðinn eins og holdanaut í sumar þegar hann mun leika í þremur kvikmyndum. Að öllu gamni slepptu þá var grunnhugmyndin einföld - að eflast og styrkjast. 

„Í öðru lagi þá vildi ég bókstaflega efla eigin metnað með því að vinna í „core strength“ æfingum. Og í þriðja lagi þá vildi ég fá endorfínin af stað í líkamanum til að auka almenna gleði og vellíðan. Þetta helst allt hönd í hönd,“ segir hann.

Þegar ég spyr hann hvort hann sé búinn að bæta á sig miklum vöðvamassa segir hann svo vera. „Já, mér skilst það. Við Steinar þjálfari höfum samt ekkert verið að standa í neinum fitu- eða vöðvamassamælingum. Við mælum okkar árangur í þeim þyngdum sem við setjum á lóðin sem og í líkamsbeitingunni sjálfri á æfingum, þ.e.a.s. í tækninni,“ segir hann.

Þorvaldur Davíð hefur ekki stundað markvissa hreyfingu síðustu ár en hann segist hafa fengið góða hreyfingu í leikhúsinu og spilað fótbolta. Aðspurður hvað þessar æfingar hafa framyfir þær æfingar segir hann að það sé heilmargt.

„Fyrst og fremst er áhersla lögð á „core strength“ í gegnum stöðvaæfingar og svo auðvitað vöðvamassan í gegnum „hyper-muscle-trophy prógrammið“ – en það prógramm er í raun fimm gerðir af kraftlyftingaæfingum þar sem við vinnum með endurtekningar og þyngdaraukningu.“

Hvað færðu út úr æfingunum?

„Ég fæ gleði og styrk en það tengist sennilega endorfín aukningunni. Ég var líka afskaplega heppinn að detta inn á dúndur æfingadrykk sem heitir Formúla og hef mikið verið að nota þann drykk sem virkar þannig séð líka eins og máltíð fyrir mig. En drykkurinn er framleiddur af íslenskum lyfjafræðingum og svínvirkar. Ég drekk drykkinn yfir æfinguna og hann inniheldur öll þau helstu efni sem líkaminn þarf yfir æfinguna líkt og protein, kolvetni, sölt, og fleira. Mér sýndist ég sjá Kára Stefánsson með svona drykk um daginn og ef hann er að nota þennan íslenska æfingadrykk þá hlýtur að vera eitthvert vit í þessu.“

Hvað ertu að æfa oft í viku og hversu lengi í senn? „Við erum að æfa svona fimm sinnum í viku mánudag til föstudags, klukkutíma í senn og á morgnana.“

Hvað er skemmtilegast við þetta? „Það er svo margt. Í fyrsta lagi þá fékk ég alltaf mikið út úr því persónulega að takast á við áskoranir, þ.e.a.s. að takast á við krefjandi verkefni. Ég var búinn að gleyma keppnismanninum í mér og er kannski að finna hann svolítið aftur í gegnum þessi átök.“

Það skiptir miklu máli fyrir leikarann Þorvald Davíð að vera í góðu líkamlegu formi. Fyrir utan að reka framleiðslufyrirtæki í samstarfi við félaga sinn þá mun hann leika í þremur kvikmyndum í sumar. „Það er nóg að gera og því kannski mikilvægt að vera einbeittur, glaður og sterkur.“

Þorvaldur Davíð Kristjánsson hefur alltaf verið í góðu formi.
Þorvaldur Davíð Kristjánsson hefur alltaf verið í góðu formi.
Þorvaldur Davíð Kristjánsson.
Þorvaldur Davíð Kristjánsson. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál