Hvernig virkar þessi „sirtfood“-kúr

Margir telja rauðvín allra meina bót.
Margir telja rauðvín allra meina bót. Ljósmynd / Thinkstock - Getty Images

Sirtfood-kúrinn hefur mikið verið í umræðunni, enda margar stórstjörnur sem kunna að meta mataræðið. Þess að auki er kúrinn sagður vera sá eini sem hvetur til neyslu á rauðvíni, súkkulaði og kaffi sem skýrir væntanlega auknar vinsældir hans.

En hvernig virkar þessi sirtfood-kúr eiginlega? Kúrinn dregur nafn sitt af matvælum sem eru auðug af svokölluðum sirtuin-próteinum, en þau eru talin geta verndað frumur líkamans og dregið úr bólgum líkt og fram kemur í umfjöllun Marie Claire. Þá sýna rannsóknir einnig að próteinið getur hjálpað til við að koma skikki á efnaskiptin, aukið myndun vöðvamassa og stuðlað að aukinni fitubrennslu.

Matvæli sem innihalda mikið magn sirtuins eru til dæmis epli, sítrusávextir, steinselja, kapers, bláber, grænt te, soja, jarðarber, túrmerik, ólífuolía, rauðlaukur, grænkál og kaffi. Að ógleymdu súkkulaðinu og rauðvíninu.

Japanar og Ítalir innbyrða að jafnaði mikið af sirtuin-ríkri fæðu, en þessar þjóðir eru gjarnan nefndar heilbrigðustu þjóðir heims.

Upphafsmenn kúrsins eru lyfja- og næringarfræðingurinn Aidan Goggins og næringarfræðingurinn Glen Matten, en þeir hafa alla tíð einblínt á hollt mataræði í stað þyngdartaps. Félagarnir, sem sent hafa frá sér tvær bækur, segja langtímamarkmið mataræðisins að borða sem mest af hollri fæðu sem hressir og kætir.  

Frétt mbl.is: Svona lítur „megrunarkúr“ Adele út

Adele aðhyllist sirtfood-mataræðið.
Adele aðhyllist sirtfood-mataræðið. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál