Ljúffengar vegan epla- og kanilmúffur

Úr einni uppskrift koma um það bil tólf múffur.
Úr einni uppskrift koma um það bil tólf múffur. Ljósmynd/Skjáskot af HouseVegan

Þessi gómsæta uppskrift að vegan epla- og kanilmúffum er bæði einföld og þægileg. Uppskriftina má finna á heimasíðunni HouseVegan en þar er að finna marga girnilega vegan rétti. Úr einni uppskrift koma um það bil tólf múffur. 

Kurl ofan á múffurnar

  • 3 matskeiðar hveiti
  • 3 matskeiðar sykur
  • 1 matskeið púðursykur
  • ¼ teskeið kanill
  • 2 matskeiðar vegan smjör

Innihald

  • 1 ¼ bolli hveiti
  • 1 teskeið kanill
  • 1 teskeið lyftiduft
  • ¾ teskeið matarsódi
  • ¼ teskeið salt
  • ¼ bolli síróp
  • 6 matskeiðar púðursykur
  • ½ bolli brætt vegan smjör
  • ½ bolli eplasósa
  • 1 ¼ teskeið vanilludropar
  • 2 matskeiðar haframjólk

Leiðbeiningar

  1. Hitaðu ofninn upp í 175°C og settu olíu í múffuformin.
  2. Til þess að búa til kurlið ofan á múffurnar er best að byrja á því að blanda saman hveitinu, hvíta sykrinum, púðursykrinum og kanilnum. Notaðu síðan fingurna og blandaðu vegan smjörinu við þurrblönduna.
  3. Næst tekur þú aðra skál og hrærir saman hveiti, kanil, lyftidufti, matarsóda og salti.
  4. Því næst tekur þú aðra minni skál og blandar í hana hlynsírópi, púðursykri, vegan smjöri, eplasósunni, vanilludropum og haframjólk.
  5. Helltu blautu blöndunni í nr. 4 yfir þurru blönduna í nr. 3 og blandaðu þeim saman.
  6. Helltu blöndunni í múffuformin og settu kurlið úr nr. 1 yfir hverja og eina.
  7. Bakið í 15–17 mínútur.
Uppskriftin er bæði einföld og þægileg.
Uppskriftin er bæði einföld og þægileg. Ljósmynd/Skjáskot af HouseVegan
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál