Handtöskur oft skítugri en klósettsetur

Líklega væri gáfulegra að leyfa kjölturakkanum að vera í ól, …
Líklega væri gáfulegra að leyfa kjölturakkanum að vera í ól, í stað þess að troða honum í töskuna. Ljósmynd Getty Images

Handtöskur kvenna hafa löngum verið karlmönnum mikil ráðgáta, en nýlega kom í ljós að mjölið sem margar konur geyma í pokahorninu er mun skítugra en flestir höfðu gert ráð fyrir.

Nýleg þýsk rannsókn leiddi í ljós að í handtöskum megi búast við að finna í kringum 10.000 bakteríur, á aðeins nokkurra fersentímetra svæði. Til að setja þetta í samhengi er hin dæmigerða klósettseta langtum hreinni.

En hvað veldur?

„Hunda- og kattahland er það versta, en við þurfum að vera í hönskum til að fjarlægja lyktina því annars fer okkur að klæja í húðina,“ sagði starfsmaður fyrirtækis sem sérhæfir sig í hreinsun á handtöskum og bætti við að margir laumi rusli ofan í töskuna og steingleymi því svo.

Til að stemma stigu við miklum sóðaskap er ráðlagt að geyma mat í lokuðum umbúðum og þvo sér um hendurnar áður en gramsað er í töskunni. Þá er hugsanlega best að hafa kjölturakkann bara í ól, en ekki í fínu handtöskunni.

Frétt Daily Mail

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál