Svona eykur þú brennslu og þyngdartap

Sara Barðdal, einkaþjálfari og heilsumarkþjálfi, trúir að allir geti fundið …
Sara Barðdal, einkaþjálfari og heilsumarkþjálfi, trúir að allir geti fundið sér tíma til að hreyfa sig. mbl.is

Einka- og heilsumarkþjálfinn Sara Barðdal er með puttann á púlsinum þegar kemur að heilsu og hollum lifnaðarháttum. Á dögunum deildi hún nokkrum skotheldum ráðum á vefsíðu sinni, sem eflaust koma sér vel í baráttunni við aukakílóin.

„Í dag langar mig að deila með þér nokkrum hollráðum sem styðja við aukin efnaskipti í líkamanum. Ég hef tekið eftir því að margir kvarta sáran yfir því að púla í ræktinni, sex sinnum í viku [...] og pirra sig yfir því hvað árangurinn kemur seint,“ segir Sara í sínum nýjasta pistli.

Borðaðu meiri fitu
„Fita gefur okkur þessa seddutilfinningu og heldur okkur fullnægðum lengur,“ segir Sara og bætir við að mikilvægt sé að velja réttu fituna, til að mynda þá sem finna megi í lárperum, hnetum, fræjum og feitum fiski.

Slepptu hvíta dótinu
Sara segir hvítan sykur vera helsta skaðvald okkar daga, enda hækki hann blóðsykurinn hratt. „Sykur og hvítt hveiti hefur einnig slæm áhrif á meltingarkerfið og hvetur til bólgumyndunar í líkamanum.“

Borðaðu meira grænmeti
„Eitt af því fáa sem næringarfræðingar og aðrir vísindamenn eru sammála um er að meira grænmeti í mataræðinu gerir okkur öllum gott. Það er stútfullt af andoxunarefnum, vítamínum og steinefnum,“ bendir Sara á.

Ekki borða of lítið
Samkvæmt Söru er ekki góð hugmynd að svelta sig, eða skella sér í megrun. „Ef líkaminn skynjar að þú sért að halda frá honum næringu hægir hann á öllu kerfinu, og brennslunni í leiðinni, og fer í svokallað svelt ástand.“

Passaðu upp á svefninn
„Rannsóknir sýna að of lítill svefn ýtir undir bólgumyndun, truflar ónæmiskerfið og hefur slæm áhrif á blóðsykurstjórnun og brennsluna.“

Hreyfðu þig reglulega – og hraðar
„Rannsóknir sýna að svokölluð lotuþjálfun (HiiT þjálfun) eykur brennsluna þína, Ekki aðeins brennir þú fleiri hitaeiningum meðan á æfingunni stendur, heldur er eftirbruninn mun meiri næstu 24 klukkustundir.“

Lárperur eru stútfullar af hollri fitu.
Lárperur eru stútfullar af hollri fitu. Ljósmynd Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál