Geta karlmenn klárað sæðið sitt?

„Karlmönnum er ekki skammtað ákveðið magn sæðis yfir ævina þannig …
„Karlmönnum er ekki skammtað ákveðið magn sæðis yfir ævina þannig að þótt einhver sé duglegur að losa sig við sæði þarf hann ekki að óttast að þar með sé gengið á kvótann,“ segir á Vísindavefnum. Getty images

Vísindavefurinn er ansi vinsæll meðal landsmanna enda er þar að finna svör við ýmsum merkilegum og áhugaverðum spurningum, til dæmis við þessari: „Geta karlmenn klárað sæðið í sér eða býr líkaminn alltaf til meira?“

„Það er ekki svo að líkami karlmanna geti bara myndað tiltekið magn af sæði yfir ævina. Ef allt er eðlilegt heldur framleiðslan áfram alla ævi, sama hversu mikið „af er tekið“ þó vissulega dragi úr henni þegar aldurinn færist yfir,“ segir Þuríður Þorbjarnardóttir líffræðingur í svari sínu.

„Sæði er myndað í æxlunarkerfi karls þegar kynþroska er náð. Sæði inniheldur sáðfrumur en auk þess sáðvökva frá blöðruhálskirtli, sáðblöðrum og klumbukirtlum. Það sem kemur þessu öllu í gang eru kynstýrihormón frá kirtildingli heilans.

Á hverjum degi myndast um 300 milljónir sáðfrumna

„Þegar sáðfrumumyndun er komin vel í gang [þegar strákar verða kynþroska] fara frumurnar sem mynduðu sáðfrumurnar að mynda hormónið inhibín sem berst með blóðinu til kirtildinguls og hindra hann í að seyta ESH. Einnig hefur aukinn testósterónstyrkur blóðs hindrandi áhrif á seyti GSH. Með slíkri neikvæðri afturverkun dregur úr myndun sáðfrumna og testósteróns. Með stjórnun af þessu tagi helst myndun sáðfrumna og sæðis nokkuð jöfn eftir að hún er komin í gang.“

„Á hverjum degi myndast um það bil 300 milljónir sáðfrumna. Við sáðlát losna um 2,5 til 5 millilítrar af sæði en hver millilítri inniheldur 50–150 milljón sáðfrumur. Heilbrigðir karlmenn geta verið frjóir fram á ní- eða tíræðisaldur. Í kringum 55 ára aldur minnkar myndun testósteróns og í kjölfarið dvínar vöðvastyrkur, færri lífvænlegar sáðfrumur eru myndaðar og það dregur úr kynhvöt, en þó getur verið nóg af sáðfrumum fram í háa elli,“ segir Þuríður meðal annars. Svarið má lesa í heild sinni á Vísindavefnum.

Á Vísindavefnum er að finna ýmsan fróðleik.
Á Vísindavefnum er að finna ýmsan fróðleik.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál