Fæðutegundir sem hafa góð áhrif á lifrina

Spergilkál er sérlega gott fyrir lifrina.
Spergilkál er sérlega gott fyrir lifrina. Ljósmynd / Getty Images

Heilbrigð lifur heldur blóðsykrinum í góðum horfum, auk þess sem hún hefur einnig mikilvægu hlutverki að gegna hvað meltingu varðar. Þá dregur hraust og hress lifur einnig úr líkum á uppþembu, vindgangi og hægðatregðu.

Ef lifrin starfar ekki sem skyldi getur það haft í för með sér sykurþörf, þreytu og heilaþoku. Hormónastarfsemi getur einnig raskast og höfuðverkir og skapsveiflur geta farið að gera vart við sig.

Eftirfarandi fæðutegundir eru sérlega góðar fyrir lifrina:

Vatn
Vatn sér til þess að skola eiturefnum úr líkama þínum. Þegar vökvabúskapur líkamans er í góðu standi erum við vakandi og með á nótunum, en margir mættu huga betur að vatnsdrykkju.

Blómkál og spergilkál
Kál af krossblómaætt, svo sem blómkál, spergilkál, hvítkál og bok choy innihalda næringarefni sem hjálpa lifrinni til að mynda að vinna á skordýraeitri og krabbameinsvaldandi efnum.

Dökkt laufgrænmeti
Grænkál, rósakál og annað dökkgrænt grænmeti inniheldur efni sem hjálpar lifrinni að afeitra sig.

Sjávargróður
Sjávargróður og þang hjálpar til að koma í veg fyrir uppsöfnun þungmálma í líkamanum.

Spírur
Spírur, svo sem baunaspírur, innihalda mikið af ensímum sem eru líkamanum nauðsynleg. Spergilkálsspírur hjálpa líkamanum til að mynda að verjast krabbameini.

Lesa má um fleiri frábærar fæðutegundir, sem eru sérlega góðar fyrir lifrina,á vef Prevention.

Mikilvægt er að drekka nægt vatn, svo að lifrin geti …
Mikilvægt er að drekka nægt vatn, svo að lifrin geti starfað sem best. Ljósmynd / Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál