Nokkur fróðleikskorn um tíðahvörf

Meirihluti kvenna upplifir hitakóf við tíðahvörf.
Meirihluti kvenna upplifir hitakóf við tíðahvörf. Ljósmynd Getty Images

Konur bera jafnan blendnar tilfinningar til breytingaskeiðsins, sumar bíða í ofvæni enda fáar konur sem munu sjá á eftir blæðingunum. Aðrar eru ekki jafnspenntar, enda fylgja breytingaskeiðinu ýmis óþægindi.

Það er þó alltaf gott að vera með skopskynið að leiðarljósi og líta á björtu hliðarnar, líkt og frásagnir nokkurra kvenna sem gengið hafa í gegnum tíðahvörf, segja til um.

For-breytingaskeiðið gerir vart við sig
Ekki er mikið talað um einkennin sem gera vart við sig áður en tíðir hætta, og margar konur kannast við. Nefnilega sérlega miklar blæðingar, sem lýsa má sem logninu á undan storminum. „Ég segi stundum að baðherbergið mitt sé tökuverið fyrir CSI for-breytingaskeið. Stundum þarf ég hreinlega að halda mig heima og sitja á handklæðum.“

Meira kynlíf getur verið lausnin við þurrki
„Leggangaþurrkur sló mig út af laginu og gerði það að verkum að ég varð afhuga kynlífi í nokkurn tíma. Í rauninni rifnaði ég einu sinni, og það kann ekki góðri lukku að stýra. Ég nota nú mikið af sleipiefni og hef komist að því að því oftar sem maður stundar kynlíf, því minna verður maður var við þurrkinn.

Konur fitna á ólíklegustu stöðum
Þyngdaraukning er algengur fylgifiskur tíðahvarfa, einkum vegna þess að það hægist á grunnbrennslu líkamans. Margar konur kannast einnig við að þyngdin setjist á afar afmörkuð svæði, svo sem á bakið.

Blessuð hitakófin
Allt að 75% kvenna upplifa hitakóf meðan á breytingaskeiðinu stendur. „Ég þarf að vara sjúklinga mína við að ég sé að fá hitakóf vegna þess að þeir verða óttaslegnir þegar ég verð eldrauð og lít fyrir að vera að falla í ómegin. Ég kalla hitakófin mín persónulegu hitabeltisfrí.“

Tíðahvörfunum fylgir kláði
Húðin breytist mikið við tíðahvörfin. Estrógen minnkar í líkamanum sem verður til þess að húðin verður þynnri, þurrari og hrukkóttari. Þessu fylgir gjarnan kláði. Gott er að nota feitt rakakrem, sem og sólarvörn.

Fleiri fróðleikskorn má lesa á vef Prevention.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál