5 hlutir sem gerast þegar þú hættir að stunda kynlíf

Skortur á kynlífi getur haft ýmsar líkamlegar breytingar í för …
Skortur á kynlífi getur haft ýmsar líkamlegar breytingar í för með sér. Ljósmynd / Getty Images

Kynlíf hefur marga góða kosti í för með sér, allt frá bættum svefni til sterkara ónæmiskerfis. Það þýðir líka að skortur á kynlífi getur haft ýmislegt miður skemmtilegt í för með sér, þá sér í lagi fyrir kynfærin.

Leggöngin þrengjast þó ekki
Það er lífseig mýta að leggöngin þrengist, eða að meyjarhaftið vaxi á nýjan leik, ef kynlíf er ekki stundað í dágóðan tíma. Ef þér finnst leggöngin í þrengra lagi stafar það líklega af spennu eða streitu. Það gæti einnig stafað af skorti á örvun.

 Fullnægingin gæti látið bíða eftir sér
Þegar fólk hefur ekki stundað kynlíf í nokkurn tíma getur það tekið svolitla stund að detta í gírinn og sleppa fram af sér beislinu á ný. Þar af leiðandi reynist sumum erfiðara með að fá fullnægingu eftir kynlífslaust tímabil.

Kynferðisleg viðbrögð geta breyst
Þeir sem taka sér hvíld frá öllu kynlífi, sjálfsfróun þar með talinni, geta upplifað breytt kynferðisleg viðbrögð þegar byrjað er að lifa kynlífi að nýju. Með kynferðislegum viðbrögðum er átt við þrá, örvun, smurningu, kynlífsánægju og fullnægingu.

Fyrirtíðaspenna getur aukist
Ef þú heldur þig frá öllu kynlífi, sem og sjálfsfróun, getur verið að krampar aukist. Fullnæging hefur slakandi áhrif á líkamann og getur dregið úr spennu og verkjum.

Þú gætir upplifað leggangaþurrk
Kynferðisleg örvun verður til þess að leggöngin blotna. Ef öllu kynlífi er sleppt eiga konur á hættu að upplifa leggangaþurrk. Gott er að hita vel upp áður en samfarir eru stundaðar, sem og að nota sleipiefni.

Fleiri fróðleiksmola má lesa á vef SELF.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál