Bullar ekki í blóðsykrinum

Þessi bananakaka er yndi.
Þessi bananakaka er yndi. Ljósmynd/Þorbjörg Hafsteinsdóttir

„Núna er allt að gerast. Bretarnir búnir að segja sig úr Evrópusambandinu og strákarnir okkar í miðjum sögulegum viðburði í Frakklandi þar sem allt getur gerst. Englarnir eru með okkur! Og er það ekki boðskapurinn sem er verið að minna okkur á þessa dagana! Allt getur gerst! Það er engin ástæða til að vera hræddur við að láta sig dreyma og draumurinn þarf ekki einu sinni að vera hógvær eða smár. Bara næra hann og gefa í það sem þarf, bretta upp ermarnar og láta hlutina gerast. Allt getur sem sagt gerst. Eins og þessi kaka til dæmis. Það sem hins vegar ekki er að fara að gerast, er að þessi fari eitthvað að trufla þig í maganum eða bulla í blóðsykrinum og ræni þig orkunni sem þú þarft á að halda í að láta drauminn rætast. Hér er ekkert verið að rugla boðefnin í ríminu með glúteni eða viðbættum sykri. Þvert á móti er gælt við bragðlaukana og samviskuna góðu. Ekki truflar það heldur, að baksturinn tekur enga stund,“ segir Þorbjörg Hafsteinsdóttir í sínum nýjasta pistli á Smartlandi Mörtu Maríu: 

  • Engin mjólk
  • Án glútens
  • Án sykurs
  • Allt til í flestum stórmörkuðum og heilsuverslunum

50 g sesamfræsmjöl
150 g hrísgrjónamjöl   
150 g bókhveitimjöl
100 g gróft saxaðar heslihnetur
1 dl hrísmjólk eða möndlumjólk
100 g hrísgrjónaflögur
2 tsk. kanilduft
2 tsk. engiferduft
1/2 tsk. negulduft
1 tsk. kardimommuduft
1 tsk. múskathnetuduft
1/4 tsk. vanilluduft
3 msk. carob eða kakóduft 
1 tsk. flögusalt
1/2 tsk. svartur pipar
Safinn og rifinn börkur af 1 lífrænni appelsínu
2 dl rúsínur eða döðlur skornar í litla bita (150 g)
2 tsk. lyftiduft/vínsteinslyftiduft (sem er án glútens)
100 g kókosolía, lífræn og kaldpressuð
5 stk. þroskaðir bananar
2–3 lífræn eða vistvæn egg

Aðferð

Blandið saman banana, kókósolíu, hrísmjólk og eggjum í hrærivél eða blandara. Einnig getur þú notað sleif ef þú stappar bananann áður. Appelsínusafa bætt út í. Öllum þurrefnum blandað saman í skál og smátt og smátt bætt út í bananablönduna. 

Smurðu form og settu deigið í það. 

Kakan er bökuð í 30 mínútur við 180°C í forhituðum ofni. Leyfðu kökunni að kólna áður en þú skerð hana niður. Fáðu þér svo gott chai-te með þessari. 

Verði þér að góðu og ÁFRAM ÍSLAND!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál