Gnarr keppir á sama móti og Schwarzenegger

Margrét Edda Gnarr.
Margrét Edda Gnarr. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fitnessdrottningin Margrét Edda Gnarr er að æfa af kappi fyrir stærsta atvinnumót í heiminum sem kallast Mr. Olympia. 

„Ég er fyrsti Íslendingurinn til að öðlast keppnisréttindi á þetta mót en til þess að öðlast keppnisréttindi þarft þú fyrst að sigra stórmót áhugamanna en þá getur þú sótt um atvinnuskírteini hjá atvinnudeild IFBB. Ef þú færð atvinnuskírteinið samþykkt þá getur þú keppt á IFBB atvinnumótum. Til að öðlast keppnisréttindi á Mr. Olympia þá þarft þú að sigra atvinnumót.

Ég sigraði IFBB Heimsmeistaramót áhugamanna og eftir sigurinn sótti ég um atvinnuskírteini.
Ég gerðist atvinnumaður hjá IFBB árið 2014 og hefur draumurinn síðan þá verið að komast á Mr.Olympia,“ segir Margrét Edda í samtali við Smartland Mörtu Maríu. 

Margrét Edda keppti nokkrum sinnum árið 2014 en náði ekki að láta drauminn rætast það ár. 

„Ég tók mér pásu frá keppnum árið 2015 vegna veikinda en um leið og ég var orðin frísk þá setti ég stefnuna á næsta mót,“ segir hún en hún keppti á Legends Classic Pro í Las Vegas í janúar síðastliðinn þar sem hún bar sigur úr býtum. 

„Ég var buin að setja upp plan um að keppa eins mikið og ég gæti á þessu ári í þeirri von um að sigra allavega eitt mót. Ég keppti svo aftur á Phil Heath Pro í Dallas í mars og sigraði aftur.“

Hún segir að það sé draumur alls fitness- og vaxtarræktarfólks að komast á Mr. Olympia. Hún er fyrsti íslendingurinn sem tekur þátt í því móti. 

Mr. Olympia er haldið ár hvert í september. „Keppt er í nokkrum atvinnuflokkum en ég keppi í Bikini Pro flokki. Þetta mót kom Arnold Schwarzenegger á kortið á sýnum tíma en hann sigraði það nokkur ár í röð. Fylgst er með undirbúningi nokkura pro keppenda í heimildarmyndinni „pumping iron“ sem varð gríðalega vinsæl.“

Margrét Edda Gnarr.
Margrét Edda Gnarr. Ljósmynd/Brynjar Ágústsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál