Ekki sofa með símann í svefnherberginu

Þú sefur betur ef síminn er ekki inni í svefnherbergi.
Þú sefur betur ef síminn er ekki inni í svefnherbergi. mbl.is

Geðlæknirinn Ellen Vora segir að til þess að öðlast betri svefn verði fólk að færa símann úr svefnherberginu, ekki fara að sofa með hann þar. Hún hvetur fólk til þess að geyma hleðslutækið fyrir utan svefnherbergið og hlaða símann þar yfir nóttina. Best er að kveðja símann um 30 mínútum fyrir svefn og líta á svefnherbergið sem símalaust svæði. Niðurstaðan er sú að fólk sefur og líður betur.

Það er engin afsökun að segja að þú notir símann sem vekjaraklukku eða annað slíkt því afar einfalt er að skreppa út í næstu raftækjabúð og kaupa eina slíka.

Ástæður þess að svo mikilvægt er að koma símanum úr svefnherberginu eru aðallega þrjár og fer Vora yfir þær á síðunni Mindbodygreen. 

Ekki nota símann sem vekjaraklukku.
Ekki nota símann sem vekjaraklukku. AFP

Ljós

Ljósið frá símanum ruglar heilann og lætur hann halda að enn sé hábjartur dagur jafnvel þótt þú sért að skoða símann um nótt. Heilinn bregst við þessu með því að framleiða hormón sem láta okkur líða eins og við séum vakandi. Það að skoða símann fyrir svefn jafngildir næstum því að fá sér kaffi rétt fyrir háttatíma.

Heilinn vill meira

Margt sem þú gerir í símanum er fullkomlega hannað til að virka eins og eiturlyf á heilann, hann vill alltaf meira og meira og þú endar alveg búin(n) á því í símanum allt of lengi. Ef þú færir símann úr herberginu hættirðu að falla í þessa gryfju.

Stress

Eins skemmtilegur og síminn getur verið er líka stressandi að hafa hann í svefnherberginu. Allir vinnutölvupóstarnir, símtölin og rauðu tilkynningarnar á skjánum valda stressi. Það er nóg að eiga við þetta á daginn svo gefðu þér frí svona rétt fyrir svefn, færðu símann úr svefnherberginu.

Ef þú ert að lesa þessa grein rétt fyrir svefninn er næsta skref að fara með símann fram og skella sér í háttinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál