Ofurfæði sem þú ættir að borða meira af

Spínat er gott að nota í súpur.
Spínat er gott að nota í súpur. Ljósmynd/Cooking classy

Þær fæðutegundir sem fylla flokk ofurfæðis eru nokkuð mismunandi. Það getur verið erfitt að skilgreina nákvæmlega hvaða fæðutegundir flokkast sem ofurfæði og hverjar ekki.  Hér á eftir verða taldar upp nokkrar fæðutegundir sem teljast til ofurfæðis, samkvæmt síðunni Mindbodygreen, sem þú ættir að hafa í mataræðinu þínu.

Avókadó er ofurfæði.
Avókadó er ofurfæði. mbl.is

Grænmeti

Laufgað grænmeti

Hér má til dæmis nefna grænkál, spínat og klettasalat. Allt þetta grænmeti er fullt af kalsíum, trefjum, prótíni og vítamínum. Mikið úrval er til af grænmeti sem þessu á Íslandi og því er um að gera að velja það sem passar best við hverja máltíð. 

Avókadó

Avókadó eru full af trefjum, kalíum og hollum fitusýrum. Þau eru best þegar þau eru mjúk að innan en þá eru þau fullkomin í salatblönduna. Gott er að blanda tómötum, rauðlauk, hvítlauk og límónu saman við avókadó og búa þannig til einfalt og gott guacamole.

Ferskur engifer geymist í nokkrar vikur í ísskáp.
Ferskur engifer geymist í nokkrar vikur í ísskáp. Ljósmynd/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Krydd

Hvítlaukur og engifer

Nota þarf lítið af bæði hvítlauk og engifer en þessar fæðutegundir eru báðar afar bragðsterkar. Þá getur engiferið verið gott meðal við magaverkjum en hvítlaukurinn hjálpar þér að losna við kvefið.

Pipar

Pipar er frábær og hjálpar til við að hreinsa allt kerfið. Hann inniheldur mikið af C-vítamínum. 

Fræ

Chiafræ

Chiafræin þarf vart að kynna fyrir fólki en þau hafa verið afar vinsæl undanfarið og ekki að ástæðulausu. Fræin eru full af prótíni, trefjum og omega-3 fitusýrum. Gott er að borða chiafræ í morgunmat eða bæta þeim til dæmis út í smoothie-inn.

Kiwi er góður ávöxtur.
Kiwi er góður ávöxtur. mbl.is

Sætindi

Kiwi

Kiwi er fullt af C-vítamínum og frábært millimál. Auðvelt er að grípa kiwi með sér og maður kemst í sumarstemmningu við að borða þennan suðræna ávöxt. Skaðlaust er að borða loðna hjúpinn utan um ávöxtinn en mælt er með því að fjarlægja fyrst hörðu endana.

Dökkt súkkulaði

Allt er gott í hófi og dökkt súkkulaði getur svo sannarlega verið gott fyrir okkur. Súkkulaðið er fullt af andoxunarefnum, trefjum og steinefnum sem við þörfnumst. Farðu og fáðu þér dökkt súkkulaði en passaðu bara að borða ekki of mikið af því.

Dökkt súkkulaði er gott í hófi.
Dökkt súkkulaði er gott í hófi. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál