Myndirnar segja meira en 1000 orð

Myndirnar eru afar tilfinningaþrungnar.
Myndirnar eru afar tilfinningaþrungnar. Ljósmynd/Instagram @theshando

Leikkonan Shannen Doherty sem þekktust er fyrir leik sinn í þáttunum Beverly Hills 90210 greindist með brjóstakrabbamein í mars 2015. Hún hefur talið opinskátt um baráttu sína við sjúkdóminn og birti á dögunum tilfinningaþrungnar myndir af sér á Instagram-síðu sinni þar sem hún var að raka af sér hárið.

Doherty greindi frá baráttu sinni við sjúkdóminn í ágúst í fyrra eftir að vef­ur­inn TMZ birti skjöl sem gáfu í skyn að ekki væri allt með felldu. Í þeim var Doherty að kæra fyrr­um starfs­mann sinn sem borgaði ekki trygg­ing­arn­ar henn­ar sem leiddi til þess að hún komst ekki und­ir lækn­is hend­ur. Hún seg­ir krabba­meinið hafi dreift úr sér á þeim tíma sem hún var ótryggð.

Á vef Cosmopolitan er vísað í viðtali Doherty í þættinum The Dr. Oz Show í febrúar en þá sagðist leikkonan ekki vera búin að ákveða hvaða aðgerð hún færi í. „Þetta eru bara brjóst. Ég elska þau og þau eru falleg en eins og hlutirnir eru núna vil ég frekar vera á lífi og eldast með manninum mínum,“ sagði Doherty.

Hér að neðan má sjá myndirnar af Doherty sem hafði móður sína og vinkonu sér til halds og traust. 

Step 1

A photo posted by ShannenDoherty (@theshando) on Jul 19, 2016 at 9:07pm PDT

Step 2

A photo posted by ShannenDoherty (@theshando) on Jul 19, 2016 at 9:07pm PDT

Step 3

A photo posted by ShannenDoherty (@theshando) on Jul 19, 2016 at 9:07pm PDT

Step 4

A photo posted by ShannenDoherty (@theshando) on Jul 19, 2016 at 9:06pm PDT

Step 5

A photo posted by ShannenDoherty (@theshando) on Jul 19, 2016 at 9:06pm PDT

Step 6

A photo posted by ShannenDoherty (@theshando) on Jul 19, 2016 at 9:05pm PDT

Þessa mynd birti Doherty áður en hún rakaði af sér …
Þessa mynd birti Doherty áður en hún rakaði af sér hárið. Ljósmynd/Instagram @theshando
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál