Æfir þú of mikið?

Líkaminn þarf hvíld til að jafna sig eftir krefjandi æfingar.
Líkaminn þarf hvíld til að jafna sig eftir krefjandi æfingar. Ljósmynd / Getty Images

Líkamsrækt er bráðholl, en öllu má þó ofgera. Það kann ekki góðri lukku að stýra að hamast í ræktinni án þess að leyfa líkamanum að jafna sig.

Þú ert úrvinda allan daginn (og kaffi hefur ekkert að segja)
Margir kannast við að verða afar þreyttir síðdegis, en sú tilfinning á þó fátt sameiginlegt með þeirri þreytu sem fylgir því að æfa of mikið. Þegar fólk þjálfar of mikið eyðir líkaminn mikilli orku í að reyna að jafna sig. Þetta getur orðið til þess að líðanin verður ekki upp á marga fiska, hvorki líkamlega né andlega.

Þú sefur ekki vel
Fólk sem þjálfar of mikið getur bæði átt erfitt með að festa svefn, sem og að ná djúpsvefni. Þetta getur síðan orðið að vítahring þar sem svefn er nauðsynlegur þegar líkaminn þarf að jafna sig eftir krefjandi æfingar.

Þú ert með öran hjartslátt
Ör hjartsláttur, jafnvel í hvíld, getur verið merki um það að líkaminn sé ekki að fá næga hvíld á milli æfinga. Líkaminn hamast þá við að dæla súrefni í vefi til að reyna að flýta fyrir batanum.

Viðvarandi óþægindi og verkir
Óþægindi, verkir og harðsperrur sem hverfa ekki þegar þú hitar upp geta bent til þess að þú sért að æfa of mikið. Segja má að þetta sé leið líkamans til þess að segja þér að slaka á, svo hann megi jafna sig.

Þú veikist oft
Regluleg líkamsrækt getur haldið flensu og kvefi í skefjum, en of mikil þjálfun getur hins vegar veikt ónæmiskerfið.

Skapið er ekki upp á marga fiska
Skap fólks sem hefur orðið ofþjálfun að bráð er oft ekki með besta móti. Þreyta og svefnleysi setja gjarnan strik í reikninginn, en líkja má ástandinu við að vera með stöðuga timburmenn.

Fleiri atriði sem benda til ofþjálfunar má finna á vef SELF.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál