Þess vegna er auðveldara fyrir karlmenn að léttast

Konur þurfa að jafnaði að leggja harðar að sér í …
Konur þurfa að jafnaði að leggja harðar að sér í ræktinni ef þær ætla að léttast. Ljósmynd / Getty Images

Það getur verið sérlega erfitt að losa sig við aukakílóin, sérstaklega fyrir konur. Auðvitað eiga margir karlmenn erfitt með að grennast, en að jafnaði er það auðveldara fyrir þá heldur en dömurnar.

Þetta mikla óréttlæti stafar aðallega af tveimur líkamlegum þáttum, líkt og fram kemur í grein Women‘s Health. Í fyrsta lagi eiga karlmenn það til að vera stærri en konur, og með meiri vöðvamassa, sem gerir það að verkum að grunnbrennsla þeirra er hraðari. Í öðru lagi er mikill munur á hormónabúskap karla og kvenna.

Samkvæmt nýlegri rannsókn sem framkvæmd var við Yale-háskólann hafa konur mun meira af estrógeni og prógesteróni í líkamanum, sem getur valdið því að þær fá mun sterkari löngun í mat en karlmenn. Eftir egglos lækkar gildi estrógens í líkamanum, á meðan prógesterón hins vegar rýkur upp. Fram að næstu blæðingum eiga konur það því til að borða allt að 238 fleiri hitaeiningar á dag.

Þar að auki eru vandamál með skjaldkirtil algengari meðal kvenna en karla, en skjaldkirtilshormón hafa mikið að segja þegar kemur að þyngd og efnaskiptum.

Karlmenn eiga að jafnaði auðveldara með að losa sig við …
Karlmenn eiga að jafnaði auðveldara með að losa sig við aukakílóin. Ljósmynd / Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál