Breytti mataræðinu og losnaði við mígrenið

Henson ásamt fjölskyldu sinni.
Henson ásamt fjölskyldu sinni. Ljósmynd/Skjáskot af vef Mail Online

Hin 46 ára gamla Andrea Henson hefur þjáðst af mígreni í tuttugu og fimm ár. Með því að taka mjólkurvörur og hveitivörur úr mataræði sínu hefur mígrenið minnkað til muna.

Mígrenið hefur hrjáð Henson síðan hún var tuttugu ára gömul en hefur verið mismikið í gegnum árin. Til þess að reyna að vinna á því fékk Henson mígrenistöflur. „Töflurnar voru það sterkar að ég mátti bara taka inn takmarkað magn af þeim, um það bil fjórar töflur á mánuði,“ sagði Henson í viðtali við Mail Online.

Henson á veitingaþjónustu og kynntist þá fyrst „YorkTest-meðferðinni“ en í henni lærir fólk um mataróþol. Á þeim tímapunkti óraði Henson ekki fyrir því að fæðuóþol gæti orsakað mígrenið.

Hún ákvað ásamt fjölskyldu sinni að taka nokkra þætti úr úr fæðu sinni líkt og mjólkurvörur og skipta þeim út fyrir sojavörur. „Síðan ég byrjaði á þessu hef ég aðeins fengið þrjú mígrenisköst en áður fyrr fékk ég nokkur í viku. Þau hættu nánast að koma eftir að ég hafði verið sex vikur á mataræðinu.“

Henson skipti mjólkurvörum út fyrir sojavörur.
Henson skipti mjólkurvörum út fyrir sojavörur. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál