Sniðug ráð til að auka neyslu trefja

Chia-fræ eru stútfull af trefjum. Fræin henta sérlega vel í …
Chia-fræ eru stútfull af trefjum. Fræin henta sérlega vel í grauta og búðinga. Ljósmynd / Getty Images

Trefjar eru líkamanum nauðsynlegar, en þær hjálpa til við að halda meltingunni í góðum horfum, halda blóðsykrinum stöðugum og valda seddu. Margir velkjast þó í vafa og vita ekki hvernig best sé að auka neyslu þeirra.

Vefurinn SELF tók saman nokkur einföld ráð, en svona getur þú aukið hlut trefja í mataræðinu:

Bættu spínati í allt
Spínat inniheldur minni trefjar en ýmsar aðrar fæðutegundir. Spínat rýrnar hins vegar þegar það er eldað, sem gerir það að verkum að hægt er að innbyrða mikið af því án mikillar fyrirhafnar. Gott er að bæta spínati í þeytinga, salöt, súpur og ýmislegt fleira. Það er einnig gott að bæta því í eggjahrærur og pastarétti.

Vingastu við Chia-fræ
Chia-fræ eru stútfull af trefjum og það er sérlega auðvelt að blanda þeim út í hina ýmsu rétti. Það má nota fræin við bakstur, blanda þeim við þeytinga og jafnvel búa til búðing úr þeim. Í einni matskeið af fræjum eru um það bil 10 grömm af trefjum, þannig að ekki þarf að neyta þeirra í miklum mæli til að njóta ávaxtanna.

Borðaðu lárperu í eftirrétt
Lárperur, eða avókadó, eru sérlega hollar og góðar auk þess sem þær eru stútfullar af trefjum. Í hálfri lárperu er að finna um það bil sex grömm af trefjum. Þær eru síðan tilvaldar til að nota í holla eftirrétti, svo sem búðinga, þeytinga og fleira, því áferð þeirra er flauelsmjúk og rjómakennd.

Haltu þig við heilkorn
Heilkorn innihalda bæði meira af próteini og trefjum heldur en mikið unnar kornvörur, og eru því mun hollari. Auðvelt er að skipta hvíta hveitinu út, enda fást til að mynda bæði brauð og pasta úr heilkorni í flestum verslunum.

Skiptu flögunum út
Sniðugt er að skipta snakkinu út fyrir poppkorn. Í einum bolla af poppi má finna eitt gramm af trefjum, en það inniheldur einnig minna af mettaðri fitu. Best er að poppa í potti, enda má þá stjórna magni af olíu og salti.

Fleiri góð ráð má lesa hér.

Gróft brauð með lárperu er vel til þess fallið að …
Gróft brauð með lárperu er vel til þess fallið að fá svolitlar trefjar í kroppinn. Ljósmynd / Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál