Talan á vigtinni segir ekki allt

Ljósmynd/Instagram @mysweatlife

Kelsey Wells er heilsubloggari sem hefur verið í eitt og hálft ár á líkamsræktarprógramminu Kayla Itsines BBG og árangurinn lætur ekki á sér standa.

Wells birti á dögunum innlegg á Instagram-síðu sinni af sér á þremur mismunandi skeiðum í prógramminu. Á einni myndinni er Wells um 66 kíló, annarri um 55 kíló og þeirri þriðju og nýjustu 63,5 kíló. 

Á tveimur nýjustu myndunum þegar Wells vegur 55 kíló og síðan 63,5 kíló virðist hún líta út fyrir að vera jafngrönn en á nýrri myndinni er hún mun massaðri. Í innlegginu hvetur Wells fólk til að hætta hafa svo miklar áhyggjur af því hvaða tala stendur á vigtinni þar sem vigtin sýni ekki allar bætingar. „Ekki láta vigtina hafa áhrif á sjálfstraustið,“ sagði Wells.

Samkvæmt vef Cosmopolitan byrjaði Wells á Kayla Itsines BBG-prógramminu eftir barnsburð. Áður en hún varð ólétt vó hún um 59 kíló og hafði því ákveðið sjálf að markmiðið væri að ná sér niður í 55 kíló. Á aðeins nokkrum mánuðum náði hún markmiðinu en þá fór hún í það að byggja sig upp.

„Til allrar hamingju lærði ég að mæla árangurinn út frá því sem skiptir máli, styrk, hæfni, þoli og gleði. Ég hef aldrei verið vöðvastæltari og fituminni en nú. Ég hef aldrei verið heilbrigðari en akkúrat núna.“

Ljósmynd/Instagram @mysweatlife
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál