Hvað er píkan að segja þér?

Ef eitthvað bjátar á lætur píkan oftar en ekki vita …
Ef eitthvað bjátar á lætur píkan oftar en ekki vita að ekki sé allt með felldu. Ljósmynd/Getty images

Píkan er magnað líffæri sem getur gefið frá sér mörg merki. Ef eitthvað bjátar á lætur píkan oftar en ekki vita að ekki sé allt með felldu. Eleanor Jones hjá Cosmopolitan tók saman sjö hluti sem píkan þín gæti verið að segja um heilsuna.

Þú þrífur hana of mikið

Eins mikilvægt og það er að þrífa þennan líkamspart vel þarf jafnframt að passa upp á að gera það með réttum efnum. Píkan sér um að hreinsa sig sjálf en ef þú ætlar að gera það líka notaðu þá ilmefnalausar og náttúrulegar vörur. Ef píkan er þrifin með of sterkum sápum getur það valdið óþægindum og jafnvel sýkingu.

Þú ert með sýkingu

Það er fullkomlega eðlilegt og heilbrigt að vera með einhverja útferð á hverjum degi. Ef útferðin breytist skyndilega, liturinn, áferðin eða lyktin, gæti verið að píkan sé að segja þér að ekki sé allt með felldu. Til dæmis eru sveppasýkingar nokkuð algengar og oftast frekar einfaldar í meðferð.

Þú ert með kynsjúkdóm

Ef útferðin er mikil en þú ert samt sem áður ekki með sýkingu gæti verið um kynsjúkdóm að ræða. Klamydía getur til dæmis verið nánast án einkenna þangað til að útferðin fer að breytast. Ef þú ert með kynsjúkdóm er best að fara sem fyrst til læknis og láta meðhöndla hann.

Þú ert með ofnæmi fyrir smokkum

Latexofnæmi getur valdið óþægindum í leggöngum. Það lýsir sér þannig að mikill kláði og útbrot koma í kjölfar kynlífs með smokk. Ef þú kannast við þetta vandamál geturðu prófað að kaupa smokk án latexefna og séð hvort eitthvað breytist.

Lögun og efni nærfatnaðar getur skipt sköpum.
Lögun og efni nærfatnaðar getur skipt sköpum. Ljósmynd/Getty images

Þú ert í vitlausum nærfötum

G-strengir, t-strengir og annar slíkur nærfatnaður getur ýtt undir og auðveldað alls konar sýkingum að blómstra. Það er ekki bara lag nærfatnaðarins sem skiptir máli heldur líka efnið. Best er að velja efni sem andar vel í gegnum sig.

Þú borðar of mikið af kolvetnum

Pítsa, áfengi, pasta, kleinuhringir og svo framvegis. Það er ekkert vísindalega sannað í þessu en sumum konum finnst píkan líklegri til að sýkjast ef þær hafa innbyrt mikið af hveiti og hvítum sykri.   

Þú ert stressuð

Stress getur orsakað alls konar vandamál á persónulega svæðinu. Við stress gefur líkaminn frá sér efnið hýdrókortisón sem veikir ofnæmiskerfið. Þetta efni hefur áhrif á öll svæði líkamans.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál