Ertu með tilfinningabólgu í gollurhúsinu?

Guðrún Kristjánsdóttir, eigandi Systrasamlagsins.
Guðrún Kristjánsdóttir, eigandi Systrasamlagsins. mbl.is/Árni Sæberg

„Fáir eru sjálfsagt að velta því fyrir sér svona dags daglega að hjartað er umlukið poka. Sterkri og sveigjanlegri himnu sem kallast gollurhús. Þótt vestrænir læknar séu afar færir í hjartalækningum vilja austrænu fræðingarnir meina að pokinn utan um hjartað sé í of litlum metum. Gollurhúsið, sem er fíngert og viðkvæmt, hafi margvíslegu hlutverki að gegna. Ekki síður tilfinningalegu en líkamlegu og vilja meina að þar sé komin sjálf tilfinningasían,“ segir Guðrún Kristjánsdóttir, eigandi Systrasamlagsins, í sínum nýjasta pistli: 

Gollurhúsið er ekki beintengt hjartaveggnum en ver hjartað sannarlega hnjaski. Hefðbundin austræn læknisfræði segir að gollurhúsið gegni lífsnauðsynlegu hlutverki í víðum skilningi. Það geti vissulega bólgnað vegna sýkinga en að stífur brjóstkassi, hjartsláttartruflanir, eymsli og þung öndun geti einnig stafað af eins konar tilfinningabólgu í gollurhúsinu.

Gollurhúsið er yin samkvæmt kínversku læknisfræðinni. Frumefni þess er eldur og litur bleikur, bæta þau indversku við. Helsta hlutverk gollurhússins er sannarlega verndun hjartans en í því búi líka einlægnin og hreinskilnin. Þ.e. ef við verðum reið í eign garð – t.d. vegna þess að við treystum um of – er það sagt bitna á gollurhúsinu. Það á líka við um þegar við erum undirgefin og hikandi. Hlustum ekki á „hjartað“.

Sjúkdómurinn Percarditis þýðir bólgið gollurhús. Geri eitthvað af þeim einkennum sem nefnd voru hér að ofan vart við sig þykir best að minnka sýruna í líkamanum og draga úr streitu. Einnig er minnst á að bólgið gollurhús geti verið þess valdandi að fram í okkur brjótist alls kyns ofnæmi.

Samkvæmt indversku fræðunum er alltaf meiri hætta á bólgum í líkamanum ef pitta dosan (eldur & vatn) fer úr jafnvægi, þ.e. ef við verðum of heit og súr. Ef vata dosan (loft & eter) fer úr skorðum verðum við stíf. Ef bjúgsöfnun er hins vegar í kringum hjartað má gera ráð fyrir því að kafað (jörð og vatn) sé í ójafnvægi. Þó er kafa dosan sögð best fyrir gollurhúsið (nema ef um bjúg er að ræða) því hún dregur bæði úr hita og stífni.

Nokkur góð ráð fyrir gott gollurhús:

Dragðu úr pittaríkri fæðu í nokkra daga. Slepptu sítrus, sterkum og steiktum mat, kjöti, tómötum, jarðhnetum, beiskum mat og jafnvel belgávöxtum.

Farðu þér hægt. Ekki ýta sjálfri/um þér út á ystu nöf. Horfðu á hafið og njóttu náttúrunnar. Dragðu eins og þú getur úr því sem veldur þér streitu.

Vertu góð/ur við sjálfa(n) þig. Sjálfskærleikur er stórlega vanmetinn (hann á ekkert skylt við sjálfsvorkunn). Að fólk tali niðrandi um sjálft sig, jafnvel ómeðvitað, og hlusti ekki á hjartað er ótrúlega útbreitt mein.

Borðaðu meira af fæðu sem er rík af kafa. Hér er átt við lífrænar mjólkurvörur, kakó, sjávarfang, agúrkur, melónur og sæta ávexti, eins og mangó, banana og ber.

Ef þú ert með bjúg eða umframvökva er ágætt að auka vataríka fæðu. Það gerir maður með hráfæði, heilum kornum, spírum, fræjum og öllu því sem kallast herpandi fæða. Það á líka við um sítrónur og grænt te.

Svo er það þetta fíngerða sem er jafnmikilvægt og allt hitt. Taktu bleika litinn inn í líf þitt og klæddu þig í mjúkar flíkur úr náttúrulegum efnum. Bleikar rósir gera líka sitt gagn. Líka mjúkur ilmur og mjúkar hreyfingar. Mýkt í öllum skilningi. Sæktu í félagsskap fólks sem er ríkjandi kafa. Það eru gjarnan þeir sem hafa smitandi rólegt lundafar.

Ps: Það má vera að líkamlegi púlsinn sé í hjartanu en sá andlegi er sagður slá í gollurhúsinu. Það má líka velta því upp hvort bleika hjartað sem er á mörgum Kristsmyndum sé ekki fremur vísun í gollurhúsið en sjálft hjartað.

Heimildir m.a.: Health And Consciousness Through Ayurveda And Yoga eftir Dr Nibodhi Haas.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál