Mikið áfall að greinast með hveitiofnæmi

Þórunn er höfundur bókarinnar Glútenfrítt líf.
Þórunn er höfundur bókarinnar Glútenfrítt líf. mbl.is/Árni Sæberg

„Ég er ekki að þessu til að grenna mig eða vera í tísku, eins og margir virðast halda. Þetta er bara mitt líf og svona verður það alltaf,“ segir Þórunn Eva Guðbjargar Thapa í viðtali sem birtist í Heilsublaði Morgunblaðsins sem kemur út á föstudaginn. Þórunn var greind með hveitiofnæmi árið 2009, hún segir það hafa verið mikið sjokk og henni þótti erfitt að taka mataræðið í gegn. En smátt og smátt komst hún upp á lagið með hveiti- og glútenlausa mataræðið og í kjölfarið gaf hún út bókina Glútenfrítt líf.

„Þegar ég greindist með ofnæmi varð ég að taka allt hveiti út hjá mér án þess þó að vilja það. Þetta var mikið áfall fyrir mig og mér þótti þetta mjög erfitt. Það þarf að læra að hugsa um næringu á allt annan hátt. En fyrir áhugasama þá er mjög sniðugt að  prufa eina glútenfría viku og sjá hvað það er gott fyrir kroppinn.“

Viðtalið við Þórunni verður hægt að lesa í heild sinni í Heilsublaðinu, þar verður líka að finna uppskrift að gómsætri glútenlausri tertu sem Þórunn reiddi fram.

Gómsæt glútenlaus-terta sem Þórunn reiddi fram.
Gómsæt glútenlaus-terta sem Þórunn reiddi fram. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál