„Kvíði getur takmarkað lífið svo mikið“

Sálfræðingurinn Ásdís Herborg Ólafsdóttir.
Sálfræðingurinn Ásdís Herborg Ólafsdóttir. Eggert Jóhannesson

„Það er mjög mismunandi hvaða áhrif kvíði og stress hefur á fólk en ég held að það sé óhætt að alhæfa að fólk sem þjáist af kvíða lifir ekki því lífi sem það vildi gjarnan lifa. Kvíði getur takmarkað lífið svo mikið ef hann tekur yfirhöndina, til dæmis getur hann orðið til þess að einstaklingar hætta að fara út á meðal fólks,“ segir sálfræðingurinn Ásdís Herborg Ólafsdóttir hefur í gegnum tíðina unnið mikið með fólki sem glímir við streitutengd vandamál og erfiðleika tengda óöryggi í vinnu eða skóla. Þetta segir hún í viðtali sem mun birtast í Heilsublaði Morgunblaðsins sem kemur út á föstudaginn. 

„Það er mjög misjafnt hvað við þolum mikið stress en ég held að það sé óhætt að segja að það er ekki hollt fyrir neinn að lifa við mikið stress í langan tíma. Það fer mikil orka í það að vera stöðugt í varnarstöðu, tilbúinn að berjast eða flýja, það er það sem við gerum þegar við erum stressuð. Þetta getur orsakað mikla þreytu,“ segir Ásdís sem lumar á nokkrum góðum ráðum til að minnka stress og kvíða. Þau ráð og viðtalið í heild sinni má finna í Heilsublaðinu sem kemur út 26. ágúst.

„Það er gott að hreyfa sig þegar maður finnur fyrir …
„Það er gott að hreyfa sig þegar maður finnur fyrir streitunni, bara að fara út í smá göngutúr og ganga rösklega getur gert manni gott,“ segir Ásdís. Getty images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál