Safakúrar valda ekki þreytu og orkuleysi

Sölvi hefur sótt ótal námskeið í heilsufræði í gegnum tíðina.
Sölvi hefur sótt ótal námskeið í heilsufræði í gegnum tíðina. Ljósmynd/Lilja Jóns

Næringarþerapistinn Sölvi Avo Pétursson fer reglulega á safakúra og segir þá gefa sér aukna orku. Sölvi segir hinn mesta misskilning að safakúrar valdi þreytu og orkuleysi og hann vill dreifa boðskapnum. Hann segir frá sinni reynslu af safakúrum í Heilsublaði Morgunblaðsins sem kemur út á föstudaginn.

Sölvi hefur farið á fjölbreytta safakúra í gegnum tíðina. „Ég hef farið í tveggja vikna fljótandi lifrarhreinsun. Svo hef ég tekið djúsvikur þar sem ég er bara á hreinum djús. Þá hef ég líka tekið svokallaðar djús-heilsuföstur með Gló Djúsers-hópnum á Facebook, þar erum við mest á djús en fáum okkur líka þeytinga, súpur og smá salat með.

 „Ég fyllist af orku og hef góðan fókus vegna þess að það er minna í gangi í meltingunni. Eins og sérfræðingarnir segja: um leið og líkamanum er gefin hvíld frá meltingunni þá hefur hann meiri orku í að lækna sig og heila. Ég hef fulla trú á að hann geri það ef við bara leyfum honum það,“ segir Sölvi, spurður út í ávinning þess að fara á safakúr.

Viðtalið Við Sölva verður hægt að lesa í heild sinni í Heilsublaði Morgunblaðsins sem fylgir blaðinu 26. ágúst.

Sölvi hefur farið á fjölbreytta kúra og veit hvað hann …
Sölvi hefur farið á fjölbreytta kúra og veit hvað hann syngur. Getty images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál