„Margir eru hræddir við að gera sig að fífli“

Ásta Valdimarsdóttir hláturjógakennari.
Ásta Valdimarsdóttir hláturjógakennari. mbl.is/Freyja Gylfa

„Við búum í samfélagi þar sem ekki þykir fínt að hlæja, sérstaklega þegar maður vill láta taka sig alvarlega,“ útskýrir Ásta Valdimarsdóttir hláturjógakennari í viðtali úr Heilsublað Morgunblaðsins sem kom út í dag. Ásta segir algengt að fólk sé feimið í upphafi þegar það er að byrja að stunda hláturjóga. „Já, en maður þarf að finna barnið í sér og muna hvernig það var að vera barn og geta glaðst yfir litlum hlutum. Ég segi fólki að það þurfi að sleppa sér og leyfa sér að hafa gaman og finna fyrir gleðinni,“ segir Ásta.

„Margir eru hræddir við að gera sig að fífli, en fólk þarf að muna að við hlæjum með hvert öðru en ekki að hvert öðru. Það er enginn að hlæja að þér.“ Í hláturjógatímum eru gerðar æfingar til að  kalla fram hlátur en fljótt verður hláturinn raunverulegur að sögn Ástu. „Þá þarf maður ekki lengur að  reyna að hlæja, hláturinn kemur sjálfkrafa, verður eðlilegur.“

Viðtalið við Ástu má lesa í heild sinni í Heilsublaðinu sem fylgir Morgunblaðinu í dag föstudaginn 26. ágúst.

Í Heilsublaði Morgunblaðsins má finna viðtal við Ástu Valdimarsdóttur hláturjógakennara.
Í Heilsublaði Morgunblaðsins má finna viðtal við Ástu Valdimarsdóttur hláturjógakennara. mbl.is/Freyja Gylfa
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál