Þekkir engan sem aldrei borðar sykur

Næringarfræðingurinn Geir Gunnar Markússon mun fræða áhugasama um sykur.
Næringarfræðingurinn Geir Gunnar Markússon mun fræða áhugasama um sykur.

Næringarfræðingurinn Geir Gunnar Markússon mun halda fyrirlestur 1. september sem ber yfirskriftina „er sykurlaus lífsstíll raunhæfur?“ „Með honum langar mig að fræða fólk um það hvernig minnka má sykurneysluna án þess þó að fara út í brjálaðar öfgar,“ segir Geir sem mun veita góð ráð á fyrirlestrinum og kenna fólki hvernig á að lesa á umbúðir um magn sykurs. Þá mun hann einnig fara yfir hin ýmsu nöfn sykurs og sögu sykursins. „Von mín er með fyrirlestrinum að fólk fari fróðara heim en það kom og geti tileinkað sér þær leiðbeiningar sem ég set fram um minni sykurneyslu.“

„Ef fólk verður meðvitaðri um sykurneysluna og minnkar  í framhaldinu neyslu á sykurmiklum vörum líkt og gosdrykkjum, sælgæti, kexi og kökum þá er það strax farið að lifa heilsusamlegri lífsstíl.

Það er staðreynd að mataræðið er einn stærst þáttur í átt að heilsusamlegum lífsstíl og mikil sykurneysla mun aldrei vera hluti af heilsusamlegum lífsstíl,“ útskýrir Geir Gunnar. Hann segir sykur vera orkuríkan en næringarsnauðan. „Þ.e.a.s. veitir ekki mikla næringu í formi vítamína og steinefna eins og t.d. „nammi náttúrunnar“, ávextirnir gera, þó þeir séu með ávaxtasykri. Ef fólk neytir mikils af sykri er minna pláss fyrir alvöru næringu sem mettar vel og veitir nauðsynleg vítamín og steinefni. Sykur kallar oft á meiri sykur og getur fólk dottið í vítahring sykurneyslu og nær sér ekki út úr honum. Ég veit heldur ekki um neinn sem sprettur upp úr sófanum  og hleypur 10 km, eftir að hafa legið í nammi og sætindum heila kvöldstund. Við höfum í mesta lagi orku til að skipta milli stöðva á fjarstýringunni þegar við höfum borðað of mikið af sætindum.“

Hefur ekki í sér að drekka gosdrykki

En borðar Geir Gunnar sjálfur sykur? „Já, en ég takmarka hann. Hef reyndar ekki drukkið gosdrykki síðan ég lauk náminu í næringarfræði. Gosdrykkir eru mjög sykurmiklir og það er svo auðvelt að innibyrða mikið af sykri á stuttum tíma með því að drekka mikið af gosdrykkjum eða svala þorsta sínum þannig. Ég held mikið af fyrirlestrum og hvet  skjólstæðinga mína m.a. til að minnka sykurneyslu og ég hef það einfaldlega ekki í mér að vera svo að drekka gos í tíma og ótíma. Eftir svona langan tíma án goss þá er það einfaldlega orðið bragðvont. Ég borða sykur við hin ýmsu tækifæri s.s. í afmælum, veislum og á stórhátíðum en hversdagslega eru sykurmiklar matvörur lítið á boðstólum. Eins og máltækið segir: „Þá skiptir ekki máli hvað þú borðar milli jóla og nýárs, heldur nýárs og jóla“.“

Eins og áður sagði vill Geir Gunnar fræða fólk um sykur án þess að hvetja það út í einhverjar öfgar. Hann segir ekki raunhæft að sleppa öllum sykri. „Nei, það er ekki raunhæft og ég þekki engan sem aldrei lætur sykurkorn inn fyrir sínar varir. Margt fólk er á ströngum sykurlausum  og allslausum kúrum en þeir endast oft ekki nema nokkrar viku og mesta lagi í nokkra mánuði.  Við erum alltaf að reyna að komast í þennan kjól eða föt fyrir jólin en  næringarráðgjöf mín mun alltaf snúast um að halda fólki í jóladressinu með raunhæfu og hollu mataræði flesta daga ársins.“

Geir Gunnar segir hugarfar gjarnan hafa mikið að gera með mataræði fólks. „Já, mataræði okkar stjórnast mikið  af hausnum og að hann sé rétt skrúfaður á. Ef að við erum hamingjusöm, með sjálfstraustið í lagi og okkur líður vel eru minni líkur á því að borðum á okkur gat af sætindum.“

Fyrirlesturinn verður fimmtudaginn 1. september kl. 17.30 í Heilsa & Spa, Ármúla 9 og kostar 2.000 krónur inn. Frítt er fyrir meðlimi í Heilsu & Spa.

Geir Gunnar drekkur ekki gosdrykki enda eru þeir oftast stútfullir …
Geir Gunnar drekkur ekki gosdrykki enda eru þeir oftast stútfullir af sykri. Getty images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál