Af hverju þyngist fólk með aldrinum?

„Konur byrja oft að þyngjast nokkrum árum fyrir tíðahvörf. Þetta …
„Konur byrja oft að þyngjast nokkrum árum fyrir tíðahvörf. Þetta er talið stafa af minnkandi magni af hormóninu estrógen," segir á Vísindavefnum. Getty images

„Af hverju þyngist maður með aldrinum“ er spurning sem eflaust margir hafa velt fyrir sér. Og meðfylgjandi er svarið við þessari spurningu. „Eftir því sem fólk eldist hefur það meiri tilhneigingu til þess að þyngjast og byrjar það oft þegar fólk er á fertugsaldri. Aukin líkamsþyngd hjá bæði konum og körlum stafar oft af minni hreyfingu, meiri hitaeininganeyslu og minni brennslu. Hjá flestum koma allir þrír þættirnir við sögu. Erfðaþættir geta einnig haft sitt að segja, til dæmis varðandi hvar maður safnar þyngdinni. Ef foreldrar og aðrir ættingjar eru til dæmis með „varadekk“ um sig miðja getur verið að maður hafi sjálfur tilhneigingu til þess að safna fitu á þessu svæði,“ segir í svarinu sem birtist á vef Vísindavefjarins.

„Þyngdaraukning með aldri getur verið afleiðing af lífeðlisfræðilegum breytingum sem fylgja öldrun. Í körlum minnkar magn hormónsins testósteróns smátt og smátt með þeim afleiðingum að vöðvamassi minnkar. Við það hægir á efnaskiptum þar sem vöðvar nota meiri orku en fita. Það þýðir að með hækkandi aldri minnkar hitaeiningaþörfin. Haldist mataræði hins vegar óbreytt samhliða minni hitaeiningaþörf, er hægfara þyngdaraukning óumflýjanleg,“ segir jafnframt í svarinu.

„Margir reyna að draga úr neyslu hitaeininga þegar þeir uppgötva að talan á vigtinni er farin að hækka. Það er þó ekki sama hvernig það er gert. Ef dregið er of mikið úr hitaeininganeyslu bregst líkaminn við með því að draga enn meira úr efnaskiptahraðanum til að spara orku. Minni efnaskiptahraði helst einnig í hendur við breyttan lífsstíl og er því nokkuð sem fólk getur haft áhrif á. Eftir því sem fólk eldist er algengt að það dragi úr hreyfingu og íþróttaiðkun.“

„Konur byrja oft að þyngjast nokkrum árum fyrir tíðahvörf. Þetta er talið stafa af minnkandi magni af hormóninu estrógen. Að meðaltali þyngjast þær um hálft kíló á ári á þessu tímabili,“ segir svo meðal annars. Svarið má lesa í heild sinni á Vísindavefnum. Þar er líka að finna annan fróðleik sem tengist þyngd og holdafari.

Á Vísindavefnum er að finna ýmsan fróðleik.
Á Vísindavefnum er að finna ýmsan fróðleik.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál