Ballett fyrir alla

Brynja Scheving, skólastjóri ballettskólans, ásamt Eddu dóttur sinni.
Brynja Scheving, skólastjóri ballettskólans, ásamt Eddu dóttur sinni. Ljósmynd/Ballettskóli Eddu Scheving

Ballettskóli Eddu Scheving var stofnaður árið 1961 og er því nú að hefja sitt 56. starfsár. Í ár festi skólinn kaup á nýju húsnæði í Skipholti 50c með tveimur sölum og hefur skólinn því aukið umtalsvert við starfssvið sitt og tvöfaldað stundaskrána.

„Ballett er mjög góð grunnþjálfun fyrir líkamann og heldur líkamsstöðunni réttri sem er okkur öllum svo mikilvægt. Ballettdansarar og dansarar almennt bera oftast af hvað líkamsburð varðar,“ segir Brynja Scheving, skólastjóri ballettskólans. Hún segir ballett góðan grunn undir svo margt annað og þá sérstaklega fyrir börn. „Ballett er góð alhliða þjálfun en síðan fylgir þessu mikill agi, metnaður og skipulag sem fylgir þeim út í lífið. Nemendur búa alltaf að því að hafa einhvern tímann æft ballett en fyrst og fremst byggjum við námið upp þannig að allir fái að njóta alls þess sem listdansinn hefur upp á að bjóða og dansgleðinnar.“

Hápunktur vetrarins eru nemendasýningarnar í Borgarleikhúsinu á vorin þar sem …
Hápunktur vetrarins eru nemendasýningarnar í Borgarleikhúsinu á vorin þar sem nemendur koma fram fyrir fullum sal af áhorfendum. Ljósmynd/Ballettskóli Eddu Scheving

Búa að reynslunni út lífið

Hápunktur vetrarins eru svo nemendasýningarnar í Borgarleikhúsinu á vorin þar sem nemendur koma fram fyrir fullum sal af áhorfendum. Brynja segir öryggið og reynsluna sem nemendur öðlist við að koma fram á stóra sviðinu fylgja þeim út í lífið. „Það eru ekki margir sem verða atvinnudansarar en nemendur læra að meta dans- og leikhúsmenninguna og um leið er verið að búa til framtíðaráhorfendur.“

Í átta ár hefur skólinn boðið upp á ballett-fitness fyrir fullorðna. Í tímunum eru gerðar góðar styrktaræfingar á gólfi ásamt hefðbundnum æfingum við stöng en auk þess læra nemendur stuttar samsetningar til dæmis úr Svanavatninu og Hnotubrjótnum sem eru einfaldaðar í takt við hæfni nemenda. „Þetta er frábær þjálfun og skemmtilegir tímar og nemendurnir tala alveg um að ummálið hafa breyst og minnkað eftir nokkra tíma,“ segir Brynja. Ballett er fyrir fólk á öllum aldri og af báðum kynjum og hefur til að mynda karlmaður á fimmtugsaldri sótt fitness-ballett tímana í um þrjú ár.

Nemendur skólans eru á öllum aldri.
Nemendur skólans eru á öllum aldri. Ljósmynd/Ballettskóli Eddu Scheving

Stundaskrá skólans tvöfölduð

Í ár verður stundaskrá skólans tvöfölduð og boðið verður upp á ýmsar nýjungar eins og til dæmis jazzballett, ballett fyrir 20-30 ára sem hafa áður æft ballett og vilja ekki hætta, pilates og silfursvani. Silfursvanir eru tímar fyrir sextíu ára og eldri. Í tímunum eru gerðar styrktaræfingar fyrir miðju líkamans og stoðkerfið en tímarnir einkennast þó fyrst og fremst af tignarlegum hreyfingum og glæsileika. Þá verður einnig boðið upp á pilates-tíma á morgnana, í hádeginu og á kvöldin. Pilates-æfingar halda hryggnum sterkum og sveigjanlegum en það er hann sem heldur líkamanum uppi. 

Brynja segir öryggið og reynsluna sem nemendur öðlist við að …
Brynja segir öryggið og reynsluna sem nemendur öðlist við að koma fram á stóra sviðinu fylgja þeim út í lífið. Ljósmynd/Ballettskóli Eddu Scheving

Brynja Scheving er skólastjóri ballettskólans og ein af fjórum aðalkennurum skólans.  Í hverjum hópi með níu ára og yngri eru einnig aðstoðarkennarar. Edda Scheving, kennari við skólann, er dóttir Brynju og hefur sjálf dansað síðan hún var þriggja ára og aðstoðað við skólann frá því hún var fjórtán ára. Nú starfar hún við hlið Brynju alla daga rétt eins og Brynja gerði sjálf með móður sinni Eddu Scheving sem stofnaði skólann.

Innritun fyrir næstu önn er hafin og kennsla hefst 12. september. Innritunin fer vel af stað og nú þegar eru sumir hópar alveg að verða fullir. Skoða má allar upplýsingar um námið á síðu skólans á vefslóðinni www.schballett.is.

Kennarar skólans.
Kennarar skólans. Ljósmynd/Ballettskóli Eddu Scheving
Glæsilegar ballerínur.
Glæsilegar ballerínur. Ljósmynd/Ballettskóli Eddu Scheving
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál