Borðar þorramat til að láta sér líða vel

Sigurður Sigurjónsson leikari.
Sigurður Sigurjónsson leikari. mbl.is/Þórður

Haustið er gengið í garð, sumarleyfin eru að mestu afstaðin og flestir farnir að detta í rútínu á ný. Haustið er einnig sá árstími þar sem margir einsetja sér að koma sér í form eftir grillveislur, bjórþamb og ísát nýliðins sumars. Smartland fór því á stúfana og ákvað að kanna hvað landinn væri að gera til að halda sér í formi.

Sigurður Sigurjónsson, eða Siggi Sigurjóns líkt og hann er jafnan kallaður, sat fyrir svörum og kom sér beinustu leið að efninu.

Hvað gerir þú til að halda þér í formi?

„Fer í vinnuna og sprikla í Þjóðleikhúsinu.“

Færð þú spark í rassinn á haustin og drífur þig í leikfimi?

„ Nei.“

Hvaða leikfimi stundar þú?

„Ég á  hund sem heitir Mollý, hún sér svolítið mikið um mína hreyfingu.“

Hvað færðu út úr hreyfingu?

„Svita.“

Hugsar þú vel um mataræðið?

„Nei það geri ég ekki, konan mín sér mjög vel um það fyrir mig.“

Hvað borðar þú til að láta þér líða betur?

„Þorramat og indverskan mat,“ játar Sigurður og bætir við að það sé fremur spes.

Ertu með einhverja ósiði sem þú þarft að venja þig af?

„Já mjög marga, of marga til að hægt sé að telja þá alla upp...“

Hvað kemur þér í gott skap?

„Gott fólk.“

Siggi er með mörg járn í eldinum og hefur því hugsanlega ekki mikinn tíma fyrir ræktina. Hann mun fara með hlutverk hins geðilla Ove í einleiknum Maður sem heitir Ove sem sýndur verður í Þjóðleikhúsinu í haust. Þá verður sýningin Yfir til þín einnig frumsýnd í október, en líkt og nafnið gefur til kynna er um endurkomu Spaugstofunnar að ræða.

Sigurður Sigurjónsson leikari.
Sigurður Sigurjónsson leikari. mbl.is/Þórður
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál