Lífrænt ekki endilega betra fyrir húðina

„Þær þurfa ekki að vera betri en aðrar húðvörur hvað …
„Þær þurfa ekki að vera betri en aðrar húðvörur hvað varðar áhrif þeirra á húðina,“ segir dr. Bolli Bjarnason um lífrænt vottaðar húðvörur.

„Lífrænt vottaðar húðvörur ættu frekar að verða fyrir valinu út frá umhverfissjónarmiði en þær þurfa ekki að vera betri en aðrar húðvörur hvað varðar áhrif þeirra á húðina,“ segir dr. Bolli Bjarnason, húð- og kynsjúkdómalæknir hjá Útlitslækningu ehf., þegar hann er spurður út í hvort lífrænt vottaðar húðvörur séu betri en aðrar húðvörur. Hann svarar þá neitandi aðspurður hvort að hann hafi orðið var við það að fólk sem noti lífrænar húðvörur sé með betri húð en þeir sem gera það ekki.

„En kosturinn við náttúruleg ósnert efni er visst öryggi þar sem ekki hefur verið hróflað við náttúrunni. Gallinn við efni sem ekki eru náttúruleg er ófyrirsjáanlegar afleiðingar þar sem náttúran gerir væntanlega ekki ráð fyrir að við séum að hrófla við henni,“ útskýrir Bolli.

En Bolli mælir með að fólk skoði vel hvaða innihaldsefni leynast í þeim húðvörum sem það notar. Hjá þeim sem kannast við að fá ofnæmisviðbrögð að einhverju tagi, getur reynst gott að þekkja efnin sem valda óþægindum, eða ofnæmisvakana eins og það er kallað. „Fái fólk ofnæmi fyrir ofnæmisvaka í slíkum vörum getur ofnæmið staðið mjög lengi, jafnvel ævilangt. Það er stundum ekki nóg fyrir viðkomandi að nota ekki húðvörur með ofnæmisvakanum því hægt er að komast í snertingu við hann í gegnum aðrar vörur, t.d. ilmvatn sem aðrir nota. Það getur verið mjög bagalegt þegar fólk nær ekki að forðast snertingu við ofnæmisvakann, t.d. í vinnuumhverfi.“

Innihaldslýsingar geta verið óskýrar

En því miður getur verið hægara sagt en gert að komast að því hvort ofnæmisvakar séu þeim í húðvörum sem fólk með ofnæmi vill nota að sögn Bolla. Þá reynst vel að kynna sér tvö atriði. „Númer eitt er að reyna að átta sig á því hvort innihaldslýsing vörunnar sé tæmandi. Hún er  það oft ekki. Algengustu fullnægjandi merkingarnar eru:

  • „ingredients“
  • „active ingredient(s)“ og „inactive ingredient(s)“ eða
  • „active ingredient(s)“ og „other ingredient(s)“.

Númer tvö er svo að þekkja nöfn ofnæmisvakanna en því miður geta samheitin verið ansi mörg fyrir hvern og einn ofnæmisvaka og talið í tugum ef ekki hundruðum. Og því miður er eingöngu hluti ofnæmisvaka þekktur í dag.“

Nánari fræðslu um ofnæmi, ofnæmispróf og algenga snertiofnæmisvaka ásamt samheitum snertiofnæmisvaka er að finna í sérstöku yfirliti á heimasíðu Útlitslækningar undir flipanum „snertiofnæmi“, www.utlitslaekning.is.

Margt fólkt vill aðeins nota lífrænt vottaðar og náttúrulegar húðvörur.
Margt fólkt vill aðeins nota lífrænt vottaðar og náttúrulegar húðvörur. Getty images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál