Vill ekki vera í slag við kolvetnin

K Svava Einarsdóttir.
K Svava Einarsdóttir.

„Hreyfingin er komin í gang og ég get sagt ykkur það, að hreyfa sig allt í einu fjórum sinnum í viku eða oftar vs. aldrei, það tekur gífurlega á. Allir vöðvar í líkamanum finna svo sannarlega fyrir því að það er eitthvað að gerast, allir hversdagslegir hlutir eins og að greiða sér, tannbursta, opna hurðir, standa upp eru bara orðnir gífurlega erfiðir en samt svona vont gott,“ segir K Svava Einarsdóttir sem tekur þátt Lífsstílsbreytingu Smartlands og Sporthússins í sínum nýjasta pistli: 

Annars er það mataræðið sem ég er að reyna að vinna í núna. Ég get alveg farið í gífurlega hollustu ef að ég vil, það er minnsta málið.  Mitt vandamál er að gefa mér tíma til að borða. Ég finn oft til svengdar en er kannski í miðju verkefni og áður en ég veit af eru liðnir nokkrir tímar og enginn matur.  Ég sé það sérstaklega núna, þegar ég þarf að senda Lilju matardagbækur, hversu lítið ég borða yfir daginn.  Ekkert endilega óhollt en ekkert alltaf það hollasta heldur frekar of sjaldan og það verður oft til þess að líkaminn telur sig vera á leið í svelt og heldur öllu. Ekki að það gagnist mér neitt að halda í þetta spik, ég er svo mikil kuldaskræfa og þetta spik heldur ekki neinum hita á mér, lélegt í þessu!  

Ég á líka rosalega erfitt með að hætta einhverju, ég hef svo oft litla trú á að það sé aðferð sem að virki en kannski er ég of svartsýn.  Ég til að mynda veit vel að ég er kolvetnissjúklingur en ég vil samt ekki henda alveg út brauði, pasta, hrísgrjónum og þess háttar. Ég vil frekar læra að lifa með þessum vörum, hafa stjórn á því hversu mikið og hversu oft ég borða þetta og hvort að það sé á réttum tíma yfir daginn. Ég hef reynt þetta áður, að taka matvörur út en svo dettur maður stundum inn í þær aftur, þó að allt hafi verið að ganga upp og þá er betra að kunna að meðhöndla þær heldur en að eyðileggja allt fyrir sér enn einu sinni.

Ég hef svo oft reynt einhverjar megranir eða átök og núna er ég að leita að ráðum til að lifa með mat, taka stjórn á honum og hafa jafnvægi á milli hreyfingar og matarræðis.

Ég hef fulla trú á því að ég geti lært það núna enda gífurlega gaman að vera kominn í gang og þegar maður er duglegur, þá vill maður helst ekki borða neitt sem að skemmir fyrir og svo kemur aldur og reynsla inn í þetta líka.  Ég þekki sjálfa mig, þekki mín mörk og veit hvað þarf að gerast, núna þarf ég bara að gera það rétt!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál