Sítrónusneiðin getur verið grútskítug

Gæti verið að sítrónusneiðin sem þú ert með í drykknum …
Gæti verið að sítrónusneiðin sem þú ert með í drykknum þínum sé skítug? Getty images

Sítrónusneið út í vatnið, appelsínusneið út í bjórinn eða límónusneið með vodkanum. Allt eru þetta leiðir til að bragðbæta drykkinn en hversu sniðugt er raunverulega að setja sneiðar af sítrusávexti út í drykkinn sinn?

Á vef Elle kemur fram að nýleg rannsókn hafi leitt í ljós að sítrónusneiðar eru gjarnan grútskítugar og eiga ekki heima í drykkjum fólks. Frá rannsókninni var greint frá í Journal of Enviromental Health. Rannsóknin byggði á tilraun þar sem sýni voru tekin af sítrónum frá 21 veitingastað. Í ljós kom að á 70% þeirra fundust bakteríur sem við ættum ekki að vilja ofan í drykkina okkar.

„Fólk snertir sítrónuna, sem þú færð á veitingastöðum og börum, áður en hún lendur í glasinu þínu. Það er augljóst að hún er skítug,“ sagði sérfræðingurinn og rithöfundur bókarinnar The Secret Life of Germs um niðurstöðurnar. „Þó að það sé búið að skola sítrónurnar vel þá þýðir það ekki að barþjóninn sem meðhöndlar hana svo sé með hreinar hendur,“ bætti hann við.

Hveitibjór og appelsína er góð blanda.
Hveitibjór og appelsína er góð blanda. Getty images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál