Heilbrigður meltingarvegur skiptir öllu

Birna Ásbjörnsdóttir.
Birna Ásbjörnsdóttir.

Birna G. Ábjörnsdóttir er með meistaragráðu í Næringarlæknisfræði frá University of Surrey í Bretlandi. Henni er umhugað um meltingu og bólgusjúkdóma og hefur síðustu tvo áratugi verið með einstaklingsráðgjöf hérlendis og erlendis. Hún skrifar reglulega pistla um þarma og meltingu inn á Smartland. Á miðvikudaginn verður hún með námskeið á Gló um meltingu og bólgusjúkdóma. 

„Ég fer yfir það sem skiptir máli þegar kemur að heilbrigðum meltingarveg og af hverju. Hvernig meltingarvegurinn er forsenda þess að við fáum ekki sjúkdóma. Ég mun fjalla um óþol almennt og af hverju við myndum óþol fyrir fæðutegundum. Ég kem inn á bólgur og ofþyngd. Tek einnig fyrir hvernig fæðan getur haft áhrif á geðheilsu hjá ákveðnum hóp af fólki. Síðast en ekki síst fjalla ég um þarmaflóruna og hvaða máli hún skiptir í þessu samhengi,“ segir Birna í viðtali við Glókorn. 

Hún segist alltaf hafa haft þá trú að sjúkdómar eigi upptök sín í meltingarveginum og það sé auðvelt að færa rök fyrir því. 

„Ég hef því eytt miklum tíma í að skoða þessi fræði og setja hlutina í samhengi. Í dag rignir inn vísindalegum fróðleik um þessi efni. Sjálf gerði ég stóra rannsókn sem náði yfir 65.000 manns. Þar skoðaði ég áhrif mjólkursýrugerla á sýkingar og fékk sannfærandi niðurstöður um ágæti þeirra. Rannsóknir sýna okkur klárlega að heilbrigður meltingarvegur er forsenda þess að við fáum ekki sjúkdóma,“ segir hún. 

Þar er hún spurð að því hvaða bólgusjúkdómar geti lagast með breyttu og bættu mataræði. 

„Langvinnir sjúkdómar flokkast sem bólgusjúkdómar. Með breyttum lífstíl s.s. breyttu mataræði, aukinni hreyfingu og markvissri streitustjórnun er hægt að ná niður bólgum og snúa ferlinu við í mörgum tilfellum. Þannig er hægt að bæta lífsgæði og öðlast meiri vellíðan,“ segir hún. 

Þegar hún er spurð út í mataræði segir hún að það skipti máli að borða heilnæma fæðu sem er hvað minnst unnin. 

„Ég forðast alla fæðu sem er með innihaldslýsingar. Við eigum ekki að þurfa að lesa hvað er í matnum okkar, við eigum að sjá það þegar við horfum á hann. Mín matarspeki felst fyrst of fremst í að forðast öfgar. Öfgar eru ekki heilbrigðar og þar tala ég af reynslu. Ég hef prufað margt á eigin skinni síðustu 25 árin hvað varðar fæði og hef því víðtæka þekkingu, bæði faglega og persónulega.“

Þegar Birna er spurð út í mataræði sitt og hvað hún borðar á hverjum degi kemur í ljós að hún borðar greip ávöxt á hverjum morgni. 

„Ég er yfirleitt vakin eldsnemma af honum Nóa syni mínum með endalausum kossum og faðmlögum. Það eitt og sér er stórkoslegt og nærir mig andlega. Síðan borða ég eitt grape aldin og fæ mér nýmalað lífrænt Sólheimakaffi (besta kaffi í heimi) með miklum rjóma. Tek síðan inn mjólkursýrugerla, olíur og D vitamin. Enda svo á að gera mér góðan hristing sem inniheldur fullt af súperfæði. Þá er ég komin með góðan skammt af andlegri og líkamlegri næringu til að byrja daginn,“ segir hún. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál