Eru vítamín og fæðubótarefni hættuleg?

Margir úða í sig vítamínum í gríð og erg.
Margir úða í sig vítamínum í gríð og erg. Ljósmynd / Getty Images

Margir taka fjölvítamín samviskusamlega, enda vilja flestir huga að heilsunni. Vítamín kunna að þykja ansi saklaus, en sérfræðingar segja að of mikil neysla á þeim geti beinlínis verið skaðleg.

„Það er mögulegt að taka of stóran skammt af vítamínum og steinefnum, og að taka þau á hverjum degi getur valdið heilsufarsvandamálum,“ segir læknirinn Alyssa Rumsay í viðtali við vefinn SELF.

Þá segir læknirinn Jessica Cording einnig í viðtali við vefinn að mögulegt sé að innbyrða meira en ráðlagðan skammt af vítamínum og steinefnum. „Í sumum tilfellum er það ekkert stórmál, en í öðrum getur það haft alvarlegar afleiðingar í för með sér.“

Ef óvart eru teknar inn tvær fjölvítamíntöflur einn daginn er líklega engin ástæða til að óttast, frekar skyldi varast að taka inn mikið magn af vítamínum að staðaldri.

Til að mynda bendir nýleg rannsókn, sem birtist í Journal of the American Heart Association, til þess að of mikil neysla á kalki geti verið skaðleg fyrir hjartað þar sem steinefnið getur sest innan á æðar og valdið þrengingum. Þá getur einnig verið varasamt að innbyrða of mikið af kalíum, en það getur einnig haft slæm áhrif á hjartað.

Margir telja að betra sé að fá helstu vítamín og …
Margir telja að betra sé að fá helstu vítamín og steinefni úr fæðunni. Ljósmynd / Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál