Heimadekur í skammdeginu

Gott dekur endurnærir líkama og sál.
Gott dekur endurnærir líkama og sál. Getty images

Það er fátt meira endurnærandi í skammdeginu en slökun og gott dekur fyrir húð og hár. Réttu vörurnar tryggja frísklegt útlit þegar kólna tekur í veðri.

Gradual Tan-brúnkukrem frá St. Tropez, 3.549 krónur í Hagkaup. Með þessu kremi er hægt að byggja frísklegan lit smátt og smátt og því hentugt fyrir þær sem vilja örlítinn lit í skammdeginu. Kremið gefur lit en einnig raka í allt að 48 klukkustundir.

Plumping Lip Gels-varanæring, 4.990 krónur í nola.is. Þetta er skemmtileg nýjung frá Skyn Iceland. Næringin er í eins konar plástra-formi og plásturinn er settur yfir varirnar í tíu mínútur. Næringin gefur m.a. raka og dregur úr fínum línum í kringum varirnar.

Abeille Royale-næturkrem frá Guerlain. Gott næturkrem gerir kraftaverk þegar húðin er viðkvæm vegna veðurbreytinga. Þetta nýja krem frá Guerlain inniheldur hunang frá Marokkó sem endurnærir og gefur raka og vernd.

Fótadekur frá Bláa lóninu. Foot Scrub, 6.900 krónur, Foot Balm, 6.900 krónur. Fótaskrúbbur og fótaáburður er lykillinn að góðu heimadekri. Fótaskrúbburinn örvar blóð- rásina og fjarlægir dauða húð og áburðurinn mýkir og verndar.

Deeppenetrating-djúpnæring frá Joico, 4.790 krónur á Sápa.is. Þessi djúpnæring er tilvalin fyrir skemmt hár enda byggir hún hárið upp og veitir því vernd. Tilvalið dekur til að undirbúa hárið fyrir kalda veðrið fram undan.

Ljómakrem frá NYX, 1.595 krónur í Hagkaup. Þessi fljótandi „highlighter“ frá NYX sveipar húðina fallegum ljóma og lífgar litlausa húð við. Kremið kemur sér því einstaklega vel í skammdeginu. Kremið er fáanlegt í fjórum mismunandi litbrigðum.

Líkamsbursti frá The Body Shop, 3.190 krónur. Þessi bursti er handhægur með löngu skafti. Burstinn og ilmandi sápa er fullkomin tvenna sem skilur húðina eftir silkimjúka. Þennan er sniðugt að nota áður en brúnkukrem er borið á húðina.

Villirósarolía frá Weleda, 4.484 krónur í Heilsuhúsinu. Olían dekrar við húðina og gefur raka. Ilmurinn er sérlega slakandi og því er tilvalið að bera olíuna á húðina eftir heitt bað eða sturtu á kvöldin.

Detox-leirmaski frá L‘Oréal, 1.950 krónur í Lyf og heilsu. Þessi svarti andlitsmaski inniheldur kol sem draga í sig óhreinindi húðarinnar og framkalla ljóma. Tilvalið til að hressa upp á þreytta húð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál