Stórfurðulegar fæðingarsögur

Ýmislegt óvænt getur átt sér stað í fæðingum.
Ýmislegt óvænt getur átt sér stað í fæðingum. Ljósmynd / Getty Images

Barnsfæðingar eru jafn mismunandi og þær eru margar. Þótt flestir geri sér grein fyrir því í grófum dráttum hvað þeim fylgir, svo sem hríðir og tilheyrandi, getur ýmislegt annað gerst sem kemur konum í opna skjöldu.

Á vef Women‘s Health er að finna frásagnir nokkurra kvenna þar sem varpað er ljósi á spaugilegar hliðar fæðinga.

Fæðingarlæknirinn minn sagðist ætla í ræktina
„Þetta var daginn eftir þakkargjörðarhátíðina. Læknirinn minn gekk inn, klædd í íþróttafötum, og sagðist ætla að kíkja í ræktina. Síðan sagðist hún vera á leiðinni í bíó klukkan 20, og að við þyrftum að vera búnar fyrir þann tíma. Sonur minn kom í heiminn klukkan 20’08, en læknirinn lét sig ekki hverfa.

Fylgjan kom út í slepjulegum bitum
„Fylgjan mín skilaði sér ekki þannig að læknirinn minn þurfti að fjarlægja hana með handafli. Eiginmaður minn sagði: „Handleggurinn á henni var þarna uppi, það var blóð út um allt og fylgjan kom út í slepjulegum bitum.“

Vatnsfyllt blaðra gusaðist út úr mér
„Ég fór á klósettið og þegar ég settist niður á klósettið gusaðist allur vatnsbelgurinn út úr mér (eða hvað svo sem þessi himna heitir) og dinglaði fyrir ofan í klósettskálina. Hún sveiflaðist út úr mér eins og útteygð latex-blaðra fyllt með vökva. Ég þurfti að kalla á eiginmann minn, sem var niðri að horfa á sjónvarpið. Að lokum sprakk hún að sjálfsdáðum og vökvinn gusaðist út. Síðan fór ég í íþróttabuxur og við keyrðum á spítalann til að eignast dóttur mína. Enn þann dag í dag veit ég ekki hvað þetta var.“

Fleiri frásagnir má lesa hér.

Fæðingar eru jafn mismunandi og þær eru margar.
Fæðingar eru jafn mismunandi og þær eru margar. Ljósmynd / Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál