Þuríður mun sýna sína ofurkrafta

Þuríður Erla Helgadóttir keppir um helgina.
Þuríður Erla Helgadóttir keppir um helgina.

Hraustasta fólk Íslands mætist á Íslandsmeistaramótinu í CrossFit um helgina þegar 52 konur og 53 karlar etja kappi um titlana hraustasta kona Íslands og hraustasti maður Íslands. Mótið hefst í dag, fimmtudag, í Crossfit Reykjavík og Sundlaug Kópavogs og heldur svo áfram í íþróttahúsinu í Digranesi í Kópavogi laugardag og sunnudag. Gríðarlegur áhugi er á mótinu innan CrossFit hreyfingarinnar á Íslandi og tóku 253 einstaklingar þátt í undankeppni fyrir mótið.

Á meðal keppenda í ár eru margir af þeim einstaklingum sem eru taldir vera rísandi stjörnur í CrossFit íþróttinni á heimsvísu. Þannig hafa m.a. Þuríður Helgadóttir, Oddrún Eik Gylfadóttir, Sigurður Hafsteinn Jónsson og Hinrik Ingi Óskarsson unnið sér inn þátttökurétt á Íslandsmótinu og munu þau vafalaust gera harða atlögu að titlum í sínum flokkum.

Keppt verður í fimm kvenna- og karlaflokkum á mótinu, sem skiptist í opin flokk, karla- og kvennaflokk 35-39 ára, karla- og kvennaflokk 40-44 ára, karla- og kvennaflokk 45-49 ára og svo í flokkum karla og kvenna sem eru 50 ára og eldri.

Áhugi Íslendinga á CrossFit íþróttinni ætti ekki að koma neinum á óvart. Íslenskir keppendur hafa skipað sér á fremsta bekk í CrossFit á heimsvísu og í fjórgang eignast heimsmeistara kvenna á CrossFit heimsleikunum í Carson í Kaliforníu. Annie Mist Þórisdóttir hefur tvívegis sigrað heimsleikana og Katrín Tanja Davíðsdóttir jafnaði svo það met þegar hún var krýnd hraustasta kona veraldar á heimsleikunum í sumar.

Í karlaflokki hafa Íslendingar jafnframt staðið sig með eftirtektarverðum hætti og lenti Björgvin Karl Guðmundsson í þriðja sæti á heimsleikunum í karlaflokki í ár, sem og á síðasta ári, 2015.

Íþróttinni hefur vaxið mjög fiskur um hrygg á Íslandi og eru nú starfræktar 12 CrossFit stöðvar á Íslandi og fjöldi iðkenda er áætlaður um 2.500.

Sigurvegarar mótsins í öllum flokkum verða krýndir kl. 17:00 í Digranesi á sunnudaginn. Dagskrá og nánari upplýsingar um mótið er að finna á heimasíðu CrossFitsambands Íslands, www.cfsi.is.

Katrín Tanja Davíðsdóttir.
Katrín Tanja Davíðsdóttir.
Björgvin Karl Guðmundsson.
Björgvin Karl Guðmundsson.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál