5 ógeðslegir hlutir sem gerast ef þú þværð ekki rúmfötin

Mörgum finnst tilhugsunin um fjölda rykmaura vera miður kræsileg.
Mörgum finnst tilhugsunin um fjölda rykmaura vera miður kræsileg. Ljósmynd / Getty Images

Verkefnalisti fólks er gjarnan í lengra lagi, sem gerir það að verkum að mörgum þykir freistandi að slá stundum slöku við í heimilisþrifunum.

Það er hins vegar ekki góð hugmynd að sleppa því að skipta reglulega um rúmföt, enda getur margt fremur ógeðfellt fylgt skítugum lökum og sængurfötum eins og sjá má á umfjöllun Cosmopolitan.

Þú getur fengið bólur
Gleymir þú stundum að þrífa farðann af þér áður en haldið er í háttinn? Þú ert þá bæði að gera húðinni þinni, sem og rúmfötunum, ógagn. Bæði getur farðinn skilið eftir sig bletti, auk þess sem bakteríur geta farið að fjölga sér í rúmfötunum og stuðlað að fílapenslum og bólum. Gott er að skipta um rúmföt á sjö til 10 daga fresti.

Húðerting og exem
Skítug rúmföt nuddast upp við húðina á meðan þú sefur, en þessi núningur getur valdið ertingu á húðinni. Það getur einnig verið slæmt að bera á sig feitan áburð áður en haldið er í háttinn, því sængurfötin eiga til að draga áburðinn í sig. Þetta getur svo orðið til þess að bakteríum fjölgi gríðarlega.

Sveppa- og bakteríusýkingar
Ýmsir sveppir geta lifað góðu lífi í rúmum, enda bjóða þau upp á hlýtt og rakt umhverfi. Ein tegundin, cladosporium, vex til að mynda á rökum dýnum og getur valdið alls kyns ófögnuði svo sem astma, lungnabólgu og sveppasýkingum.

Rykmaurar
Rykmaurar nærast á dauðum húðfrumum, en þeir lifa góðu lífi í skítugum sængurfötum. Best er að skipta reglulega um sængurföt og geyma hrein rúmföt á þurrum, svölum og dimmum stað til að forðast fjölgun baktería.

Ofnæmi
Bakteríur og rykmaurar geta valdið ofnæmi eða orðið til þess að ofnæmi versnar. Þú vilt forðast slíkan ófögnuð í rúminu þínu. Þá sér í lagi rykmaura og myglu. Hægt er að fá ofnæmisfríar dýnur, sem koma í veg fyrir að rykmaurar og mygla fjölgi sér og vaði uppi. Þá er einnig mikilvægt að þvo eða skipta reglulega um kodda.

Best er að skipta um rúmföt á 7-10 daga fresti.
Best er að skipta um rúmföt á 7-10 daga fresti. Ljósmynd / Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál