Fitusöfnun kemur græðgi eða leti ekki við

Gunnar Már Kamban segir bókina veita aðgerðaráætlun.
Gunnar Már Kamban segir bókina veita aðgerðaráætlun.

Þessa dagana leitar landinn í logandi ljósi að lausnum til að losna við afleiðingar jólasukksins. Gunnar Már Kamban, þjálfari og rithöfundur rafbókarinnar 17:7 HORMÓNALAUSNIN, lumar ávallt á nytsamlegum upplýsingum en hann segir bókina hafa hjálpað allmörgum í baráttunni við aukakílóin þar sem áherslan er lögð á orsökina en ekki afleiðingarnar.

Að hafa ekki stjórn á mataræðinu

Gunnar Már segir það að hafa ekki stjórn á matarlystinni, matarvalinu eða sykurlönguninni óþægilegan stað að vera á. „Málið er bara að þetta er ekki eitthvað sem þú munt nokkurn tíma ná tökum á nema með því að skilja hvaðan þessar tilfinningar koma og loka á uppsprettu þeirra. Þetta kemur viljastyrk, græðgi eða leti ekkert við. Hungri og mettun er stjórnað af hormónum sem hægt er að hafa stórkostleg áhrif á og það er það sem 17:7 gengur út á.“

Hvernig við þyngjumst og léttumst

Að léttast á réttan hátt er ferli sem krefst þess að vita hvernig líkaminn virkar og hvaða hormón eiga í hlut segir Gunnar Már. „Að borða minna og hreyfa sig meira virkar ekki nema í besta falli í skamman tíma. Þegar þú veist hvernig kerfið virkar er augljóst hvað þarf að gera til að ganga sem mest á fituforðann hvern einasta dag án þess að upplifa svengd eða orkuleysi.“

21 dags prógrammið

Rafbókin er aðeins hluti af prógramminu. Hún er lykillinn að því að skilja vandamálið og veitir síðan réttu tólin til að koma fólki af stað í átt að markmiðum sínum. „Bókin veitir  aðgerðaráætlunina en þegar fólk er svo komið af stað er mikilvægt að fá daglega hvatningu og þá byrjar 21 dags prógrammið.“
Fólk fær póst fyrir hádegi alla virka daga með fróðleik, hugmyndum og fullt af hvatningu sem fleyta manni á fullri ferð gegnum dagana með bros á vör og sjálfstraustið í botni.

17:7 rafbókina er hægt að kaupa í gegnum heimasíðuna www.habs.is og er send samdægurs.

Það að hafa ekki stjórn á matarlystinni er óþægilegur staður …
Það að hafa ekki stjórn á matarlystinni er óþægilegur staður að vera á. Getty images

Brot úr bókinni:

Hormón 101

Hormón eru hinir hljóðlátu strengjabrúðumeistarar líkamans og hafa afgerandi áhrif á allt frá hegðun og persónuleika til matarlystar og fitusöfnunar. Allt sem viðkemur hormónum er svo ótrúlega flókið að við erum sennilega bara að skilja toppinn á ísjakanum en þótt það sé raunin vitum við heilmargt um áhrif hormóna á það sem fjallað er um í þessari bók en það er fitusöfnunin og hvernig við getum snúið henni við ásamt mörgum af þeim sjúkdómum sem fylgja ofþyngd og offitu. 
 
Ég vil þó taka það fram að hluti af því sem gerir hormónakerfið svona flókið er í raun einstaklingurinn. Skjaldkirtilsvandamál eru algeng á Íslandi í dag. Það er oft gríðarlega flókið að finna réttan skammt við vandanum því einstaklingar bregðast ekki eins við. Það sem hentar einni konu hentar ekki endilega annarri og því getur það tekið marga mánuði að finna rétta lyfjagjöf og fyrir einstaklinginn að ná jafnvægi. 
 
Þyngdartap er í raun ekki ósvipað ferli. Vandamálið er ofþyngd og það eru viss hormón sem eru drifkrafturinn bak við fitusöfnunina. Þegar mataræðinu er hagað á vissan hátt bregðast þessi hormón við en þau gera það ekki á sama hátt í öllum tilfellum og niðurstaðan er því mjög mismunandi milli einstaklinga þó að sömu aðferð sé beitt. 
 
Þetta segir okkur að þótt réttri aðferð sé beitt geti árangurinn verið afar mismunandi eða jafnvel látið á sér standa. Mikilvægt er að átta sig á að fitutap er ekki línulegt ferli sem gengur upp samkvæmt einhverri fyrirframákveðinni formúli.  Það þarf alltaf að gera ráð fyrir einstaklingnum inn í jöfnuna og hann getur brugðist öðruvísi við en áætlanir gerðu ráð fyrir. 
 
Ég er að segja þér að sýna þolinmæði í ferlinu. Það er margt sem getur haft áhrif á það hvernig þyngdartapið verður hjá þér. Lyf, sjúkdómar, svefn, álag o.s.frv. eru dæmi um hluti sem geta haft veruleg áhrif á þyngdina og þar með hvernig þér tekst til að ná henni af þér.  Við tökum á öllum þessum hlutum á komandi dögum og vikum svo við skulum ekki dvelja lengur við þetta í bili heldur henda okkur af stað og byrja á galinni fyrirsögn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál