Svona léttist þú án þess að finna fyrir hungri

Gott er að bæta inn nýjum æfingum, til þess að …
Gott er að bæta inn nýjum æfingum, til þess að æfa lítt notaða vöðva. Ljósmynd / Getty Images

Margir átu yfir sig um jólin og þjást nú af gríðarlegu samviskubiti. Líkamsræktarstöðvar eru jafnan troðfullar á þessum árstíma, en ræktin og safakúrar er ekki það eina í stöðunni. Vefurinn Prevention tók saman nokkur góð ráð.

Veldu náttúrulega og óunna fæðu
Náttúruleg og óunnin fæða, svo sem grænmeti, heilkorn og ávextir, inniheldur mikið af trefjum. Fæðutegundir sem innihalda mikið af trefjum taka mikið pláss í maganum og hjálpa þér að finna meiri seddu en ella. Vatnsleysanlegar trefjar (sem finna má í baunum og ávöxtum) hægja á losun magans, halda blóðsykrinum stöðugum og halda hungri í skefjum.

Hugaðu að gerlum og bakteríuflórunni
Það er afar fjölbreytt gerla- og bakteríuflóra í þörmum þínum, en sumir þessir gerlar hafa meðal annars áhrif á holdafar. Ein tegund baktería, bifidobacteria, hjálpar til við þyngdarstjórnun. Súrmjólk, jógúrt og ostur innihalda mikið af þessari bakteríu. Auk þess að borða sýrðar mjólkurvörur getur verið gott að borða aðra fæðu, svo sem misoh, tempeh og súrkál, daglega.

Brenndu með því að borða
Rannsóknir benda til að capsaicin, efni sem finna má í chili-pipar, geti hjálpað til við að auka grunnbrennslu líkamans. Það er því ekki vitlaust að bæta þurrkuðum, eða ferskum, chili við mataræðið. Grænt te er einnig talið geta aukið brennsluna og dregið úr hungri.

Skiptu disknum út
Rannsókn frá Cornell-háskólanum bendir til þess að rúmlega 90% fólks klári allt af diskunum sínum. Þetta er ekki slæmt þegar verið er að snæða salat, en er ögn verra þegar verið er að gæða sér á eftirréttum, kökum eða öðru góðgæti. Gott ráð er þá að notast við minni diska, en þá lítur skammturinn út fyrir að vera stærri.

Prufaðu nýja hluti í ræktinni
Gott getur verið hrista upp í hlutunum og bæta inn nýjum æfingum sem reyna á lítt notaða vöðva. Með þessu getur grunnbrennslan aukist.

Nýttu hvert tækifæri
Það þarf ekki að fara í ræktina til þess að brenna hitaeiningum. Ef þú vinnur við tölvu getur þú vanið þig á að standa upp á hálftíma fresti. Einnig má horfa á sjónvarpið standandi, til dæmis á meðan maður brýtur þvottinn. Ekki má gleyma því að taka stigann í staðinn fyrir lyftuna og svo mætti lengi telja.

Grænt te er sagt sérlega hollt og gott.
Grænt te er sagt sérlega hollt og gott. Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál