Er sjúkdómur að vera of upptekinn?

Kunnum við ekki að njóta lífsins lengur?
Kunnum við ekki að njóta lífsins lengur? Getty images

„Bara brjálað að gera.“ Hver kannast ekki við þetta svar er hann spyr vini og vandamenn frétta?

Fræðimenn og forvitnir hafa mikið velt því fyrir sér á undanförnum árum hvernig standi á þeirri þróun að mannskepnan keppist hver við aðra að vera sem uppteknust af vinnu sinni, áhugamálum og öðru og hver sé rót þessarar hegðunar. Það sama á við um einkalífið. Að fólk telji sig ekki hamingjusamt nema að hver stund sé hlaðin iðju og fjöri. Að börnin séu í fleiri en einni íþrótt sama hvað það kostar eða hversu miklu álagi það veldur heimilislífinu eða restin af fjölskyldunni fái ekki kvöldmat fyrr en seint og síðanmeir þegar allir hafa skilað sér eftir skutl og svita.

En hver er ávinningurinn? Að brenna út í starfi, missa heilsuna, missa raunverulega tengingu við börnin sín og vita ekki lengur hver maður er eða fyrir hvað maður stendur og vita þar af leiðandi ekki hvaða væntingar maður hefur til sjálfs sín og maka síns. Því í öllum glundroðanum og annríkinu gefst enginn tími til að rækta hug og hjarta eða gott hjónaband.

Omid Safi, framkvæmdastjóri Duke-háskólans og dálkahöfundur hjá www.onbeing.org, veltir fyrir sér í pistli sínum um málið hvort hraðinn sé leið fólks til að flýja eigin óhamingju eða hvort fólki finnist það einfaldlega ekki standast væntingar samfélagsins nema með þessum hætti. Eða hvort þetta hátterni sé mögulega orðin fíkn?

Stress hefur svo miklu meiri og víðtækari áhrif en við …
Stress hefur svo miklu meiri og víðtækari áhrif en við gerum okkur grein fyrir. Getty Images/iStockphoto

Jógakennari nokkur í Bandaríkjunum sagði frá reynslu sinni eftir að hafa kennt ungum börnum að borða hægar og njóta matarins eftir svokölluðum núvitundarfræðum. „Móðir eins barnsins varð mjög ósátt við kennsluna þar sem barnið hennar fór að taka sér of langan tíma í að borða snarlið sitt í bílnum á milli skóla og píanótíma.“
Af hverju gerum við okkur þetta og hvað þá börnunum okkar?

Í hverju felast raunveruleg lífsgæði og í hverju felst það að vera hamingjusamur? Líklega komumst við aldrei að því þar sem við verðum of upptekin við að lifa lífinu sem við höldum að við eigum að lifa.

Omid skorar á fólk að skilgreina samband sitt við vinnuna og gera greinarmun á milli þess og einkalífsins. Hann hvetur fólk einnig til að leyfa sér meiri tíma í að gera minna. Að lokum segir hann: „Þegar fólk spyr þig frétta, ekki segja að það sé brjálað að gera eða að þú sért of upptekinn. Hafðu hugrekki til að segja að líf þitt sé fullt af gjöfum og gleði og að þú sért að leyfa þér að njóta lífsins og gefa þér tíma til að skoða næsta tækifæri, sem dæmi.“

Stress hefur alvarlegar afleiðingar á heilsuna.
Stress hefur alvarlegar afleiðingar á heilsuna. belchonock
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál